en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

Reykjavík University > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22437

Title: 
  • Title is in Icelandic Líkamshreysti fjögurra og fimm ára barna
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Tilgangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða hvort munur væri á líkamshreysti fjögurra og fimm ára barna, hvort kynjamunur væri á líkamshreysti barna á aldrinum 4-5 ára og hvort kynjamunur væri á líkamshreysti barna í þessum aldursflokkum.
    Aðferð: Rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn. Þátttakendur voru 124. Þeir komu allir af fjórum leikskólum í Kópavogi. Fjöldi stráka var 52 (41,9%) og fjöldi stelpna 72 (58,1%). Af þeim voru 60 (48,4%) þátttakendur í 4 ára hópnum og 64 (51,6%) þátttakendur í 5 ára hópnum. Þátttakendur framkvæmdu fjögur líkamshreystipróf: Langstökk án atrennu, boltakast með 1 kg þyngingarbolta, 20 metra spretthlaup og sex mínútna hlaup. Við úrvinnslu gagna var notað forritið SPSS og töflur voru unnar í forritinu Excel.
    Niðurstöður: Fimm ára börn sýndu marktækt betri árangur en fjögurra ára börn í öllum fjórum líkamshreystiprófunum og á heildar Z stigum. Strákar sýndu marktækt betri árangur en stelpur þegar litið var á heildarúrtakið í langstökki án atrennu, boltakasti með 1 kg þyngingarbolta, í sex mínútna hlaupi og á heildar Z stigum, en ekki í 20 metra spretthlaupi. Einnig náðu strákar marktækt betri árangri í öllum prófum og á heildar Z stigum í 4 ára hópnum en hvergi var marktækur munur milli kynja í 5 ára hópnum.
    Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að jákvæð þróun verður á líkamshreysti barna sem er líklega tilkomin vegna þeirrar þróunar sem barn tekur út. Niðurstöður komu á óvart hvað varðar mun á milli kynja í aldursflokkunum og frekari rannsókna sem skoða stærra úrtak er þörf.

Accepted: 
  • Aug 18, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22437


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Lokaritgerð B.Sc. - Saadia Auður Dhour.pdf1,57 MBOpenComplete TextPDFView/Open