is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22439

Titill: 
  • Úti að leika um allt Reykjanes
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Lokaverkefnið mitt er handbók um áhugaverð leik- og útivistarsvæði í Reykjanesbæ og nágrenni fyrir fjölskylduna. Verkefnið skiptist í tvennt, annars vegar í fræðilegan hluta og svo í handbók. Fræðilegur hluti ritgerðarinnar fjallar um mikilvægi hreyfingar, afleiðingar kyrrsetu og jákvæð áhrif útivistar á börn og fullorðna. Stuðst var við ritrýndar heimildir og rannsóknir sem tengjast efninu í fræðilegum hluta ritgerðarinnar. Niðurstöður sýna að kyrrseta er vaxandi áhyggjuefni. Færri börn eru nú sjáanleg í leikjum utandyra. Algengara er að þau verji frítíma sínum í tölvuleiki og sjónvarpsáhorf innandyra. Handbókin er gerð í þeim tilgangi að hvetja fjölskyldur til þess að fara saman út í náttúruna, leika sér og búa sér til gæðastundir saman. Í dag er algengt að börn og fullorðnir eyði löngum tíma í að rýna í síma og tölvuskjái sem hefur leitt til þess að samskipti innan fjölskyldna hafa breyst. Handbókin gefur hugmyndir um það hvað hægt sé að gera saman og hversu auðvelt það er að komast í annað umhverfi og njóta náttúrunnar með fjölskyldunni.

Samþykkt: 
  • 18.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22439


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSc Lokaritgerð íþróttafræðisvið Sigríður S. Sæmunds.pdf25.44 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna