Please use this identifier to cite or link to this item: https://hdl.handle.net/1946/22440
Þegar íþróttamaður kemst á Ólympíuleika er talað um að hann sé á hátindi ferils síns. Frammistaða íþróttamanns byggir á samspili margra þátta og krefst andlegra og líkamlegra styrkleika. Í kjölfar rannsóknar Gould, Greenleaf, Guinan, Dieffenbach og McCann á keppendum á Ólympíuleikunum 1996 og 1998 þar sem kannað var hvaða þættir höfðu jákvæð og neikvæð áhrif á frammistöðu á Ólympíuleikunum vaknaði upp áhugi að gera rannsókn á íslenskum Ólympíukeppendum. Markmið rannsóknarinnar var að bæta frammistöðu keppenda á leikunum. Í rannókninni var spurt um þætti sem tengdust ferðalagi, aðstöðu, þjálfun, andlegum undirbúningi, Ólympíuþorpinu, keppnisbúnaði og keppnisstað, fjölmiðlaathygli, félagslegum stuðningi, opnunarhátíð og fjárhagslegum þáttum. Þátttakendur rannsóknarinnar voru tólf, sjö karlar og fimm konur. Þau kepptu öll fyrir Íslands hönd á Ólympíuleikunum í London 2012 í einstaklingsíþróttum. Spurningalisti var settur upp í forritinu Question Pro og sendur á þátttakendur þar sem fékkst 100% svarhlutfall. Niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að þátttakendum þótti andlegur undirbúningur skipta mestu máli fyrir keppni og hafa jákvæð áhrif á frammistöðu. Þeim þótti mikilvægt að hafa íþróttasálfræðing í aðdraganda að Ólympíuleikunum og á meðan á leikunum stóð. Munur var á fjárhagsáhyggjum íslensku og bandarísku keppandanna. Þar höfðu Íslendingarnir meiri áhyggjur en að öðru leiti voru niðurstöður þessarar rannsóknar og samanburðar rannsóknar sambærilegar.
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
Áhrif þátta á frammistöðu Ólympíufara.pdf | 430,02 kB | Locked Until...2132/06/03 | Complete Text |