is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22441

Titill: 
  • Knattspyrna í fámennari byggðarlögum á landsbyggðinni
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangurinn með þessari rannsókn er að skoða stöðu knattspyrnunnar í byggðarlögum fámennari en 1000 manns á Íslandi. Þátttakendur í þessari rannsókn gegndu allir einhverskonar stjórnunarstarfi fyrir íþróttafélögin í sínu byggðarlagi. Markmið rannsóknarinnar var að draga upp mynd af knattspyrnumenningunni á landsbyggðinni í byggðarlögum fámennari en 1000 manns með sérstaka áherslu á meistaraflokk karla og skoða hvaða þættir hafa áhrif á þátttöku af þeirra hálfu á Íslandsmóti karla í knattspyrnu. Í ljósi þess að knattspyrnuliðum frá byggðarlögum færri en 1000 manns hefur fækkað um rúmlega helming frá árinu 1982. Helstu niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að í meira en helmingi byggðarlagana stunda færri en 25 karlmenn knattspyrnu að staðaldri sem má rekja til skorts á ungum karlmönnum innan byggðarlagsins í kjölfar breyttrar aldurssamsetningar í byggðarlögum þar sem fólksfækkun er viðvarandi og hækkandi hlutfall aldraðra. Sem hefur áhrif á þátttöku iðkenda innan íþróttafélagana. Þá leiddu niðurstöður til þess að í 41,9% af byggðarlögum fámennari en 1000 manns eru ekki starfræktar skipulagðar knattspyrnuæfingar fyrir börn og unglinga. Auk þess sem knattspyrnuæfingar fyrir kvenfólk eru ekki starfræktar með skipulögðum hætti í 54,8% byggðarlaga fámennari en 1000 manns.

Samþykkt: 
  • 18.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22441


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Knattspyrna_í_fámennari_byggðarlögum_á_landsbyggðinni(1).pdf1.01 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna