is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22448

Titill: 
 • „Það er aldrei of seint að fara í nám“ : háskólanám kvenna eftir langt hlé : hvatning, hindranir og ávinningur
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á hvað hvetur konur til að hefja háskólanám eftir langt hlé, kanna hvaða hindranir verða á vegi þeirra og skoða hver ávinningurinn er af náminu. Einnig er markmiðið með rannsókninni að niðurstöðurnar gætu orðið hvatning til kvenna að mennta sig. Viðfangsefni rannsóknarinnar er: Hvað hvetur konur til að fara í háskólanám eftir langt hlé og hver er ávinningurinn af náminu að þeirra eigin mati?
  Rannsóknin er viðtalsrannsókn og byggir á einstaklingsviðtölum við sex konur á aldrinum 43 til 60 ára sem allar luku stúdentsprófi á „réttum“ tíma eða á aldrinum 20-25 ára og tóku sér síðan langt hlé frá námi.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að hvatar þess að konur hefja háskólanám eftir langt hlé frá námi eru fjölmargir. Þær nefna auknar kröfur samfélagsins um menntun en menntunarstigið vex sífellt og það getur verið erfitt að keppa við ungt fólk á vinnumarkaði sem hefur hærri prófgráður. Með háskólamenntun aukast atvinnutækifærin og einnig getur starfsumhverfið haft áhrif á það að konur fari í nám, annað hvort til að skipta um starf eða efla sig í núverandi starfi. Þörfin fyrir að takast á við ný verkefni og aðgengi að námi er einnig drifkraftur.
  Þær hindranir sem helst verða á vegi þeirra eru fjölskylduskuldbindingar, lítil trú á eigin getu og takmarkað aðgengi að námi.
  Niðurstöðurnar sýna einnig að ávinningur af námi er margþættur. Við greinum þrjá meginþætti sem eru samt sem áður samofnir:
  A) Persónulegur ávinningur sem vísar til þátta eins og meira sjálfsöryggis, víðsýni og gagnrýninnar hugsunar, öflugri félagslegra tengsla og annars gildismats.
  B) Faglegur ávinningur sem vísar til þátta eins og að vera hæfari á vinnumarkaði, hafa starfsöryggi, vera skilvirkari í vinnubrögðum, að vera faglegri í framgöngu og öðlast stærra tengslanet.
  C) Launalegur ávinningur sem felur í sér að menntun gefi hærri laun.

Samþykkt: 
 • 19.8.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni lokaeintak.pdf1.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna