Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2245
Þessi ritgerð er unnin af tveimur nemendum við Háskóla Íslands í félagsráðgjöf. Ritgerðin er 6 eininga lokaverkefni til B.A prófs og fjallar um starfsemi ferðargangsins í fangelsinu á Litla-Hrauni. Markmið starfseminnar er að veita þeim föngum sem það kjósa, hjálp við að vinna sig út úr vítahring andfélagslegs hugafars, afbrotahegðunar og vímuefnanotkunar. Með
þessari ritgerð er áætlunin að varpa ljósi á starfsemina sem fram fer á meðferðargagnum og
álykta út frá því hvernig hún hefur áhrif á fanga og samfélagið í heild.
Starfsemi meðferðargangsins hefur fengið hefur fengið mjög jákvæð viðbrögð bæði
frá föngunum sjálfum og aðstandendum þeirra. Rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferð í
fangelsum hefur áhrif á hegðun fanga á meðan afplánun stendur. Þessum niðurstöðum ber
saman við frásögn Margrétar Frímannsdóttur að greina má breytingar á hegðun og hugsun
þeirra fanga sem dvelja á meðferðargangi Litla-Hrauns. Öll samskipti verða auðveldari, líðan þeirra betri og þátttaka þeirra í námi og starfi eykst. Endurhæfing af þessum toga hefur gríðarlegar breytingar í för með sér og þá ekki bara hjá fanganum sjálfum heldur öllum þeim sem standa honum nærri og samfélaginu í heild.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
pdf Diljá_fixed.pdf | 459,45 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |