is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22450

Titill: 
  • Hugsanir barna um líf og dauða
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um hvernig börn skilja dauðann á mismunandi hátt eftir þroska þeirra og hvernig þessi skilningur þróast með aldrinum. Hér felst skilningur á dauðanum í því að skilja að það er alltaf eitthvað líkamlegt sem veldur dauðanum og þegar það gerist virkar líkaminn ekki auk þess sem dauðinn er óhjákvæmilegur og endanlegur. Þegar börn hafa náð þessum þáttum og sjá dauðann sem óhlutstæðan hafa þau náð skilningi á dauðanum. Smábörn sjá líf og dauða ekki endilega sem andstæður. Þau halda að hlutir geti verið mis lifandi og fyrir þeim býr allt í umhverfi þeirra yfir lífi og því hafa þau mjög takmarkaðan skilning á dauðanum. Á milli sex og níu ára er algengt að börn búi sér til persónugerving fyrir dauðann sem þau nýta til að þróa skilning sinn. Á milli níu og tólf ára aldurs tekur dauðaskilningurinn stökk og það má segja að skilningur þeirra fullmótist á þeim tíma. Unglingar sjá dauðann sem óhlutstætt náttúrulögmál eða ferli sem allir þurfa að fylgja og velta dauðanum mikið fyrir sér í trúarlegu samhengi og þá sérstaklega í sambandi við eftirlífið eða tilgang lífsins.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22450


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokaskil_.pdf258 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna