Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22451
Útdráttur
Áhuginn fyrir kynverund og kynheilbrigði fólks með þroskahömlun hefur farið vaxandi og rannsóknum á því sviði hefur farið fjölgandi, enda er kynfræði orðin viðurkennd fræðigrein í háskólum víða um heim. Þróunin hefur þó ekki haldist í hendur við viðurkenningu á þörfinni á kynfræðslu fyrir einstaklinga með þroskahömlun. Vegna skorts á henni, þá er það oft tilviljunum háð hversu vel undirbúnir, þroskahamlaðir grunnskólanemendur eru sendir út í lífið. Markmiðið með þessari ritgerð er að svara spurningunni hvers vegna það er mikilvægt að grunnskólanemendur með þroskahömlun fái kynfræðslu við hæfi. Tilgangurinn er að sýna fram á að góð og vönduð kynfræðsla, sniðin fyrir þroskahamlaða einstaklinga, þarf í senn að vera víðtæk og í takt við þroska og getu einstaklingsins. Hún á að ýta undir sjálfsvitund og styrkja sjálfsmynd þeirra, þjálfa félagsfærni og kynferðislega hegðun og hafa að leiðarljósi hvernig hægt sé að draga úr hættunni á að þau verði fyrir hvers kyns ofbeldi. Það er ekki nægilegt að fræða um líkamann, æxlunarfæri og getnað. Það þarf einnig að kenna þeim að þekkja og tjá bæði jákvæðar og neikvæðar tilfinningar, taka ákvarðanir og þjálfa félagsfærni er styður viðeigandi hegðun, sem síðan leiðir af sér tækifæri til að eiga jákvæð samskipti við annað fólk og einstaklinga sem þau dragast að. Það eykur lífsgæði allra að geta lifað lífinu lifandi, þ.e. þekkja sjálfan sig, öðlast aukið öryggi, verða ábyrgðarfullur og kunna að tjá sig á bæði kynferðislega og félagslega viðurkenndan hátt.
Lykilorð: Kynfræðsla, kynheilbrigði, kynverund, grunnskólanemendur með þroskahömlun.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Menntun fyrir lífið_Ritver.pdf | 612.93 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |