is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22452

Titill: 
  • „Börn eru eins og svampar“ : viðhorf leikskólakennara í þremur mismunandi dagvistunarúrræðum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Ritgerðin er eigindleg rannsókn þar sem viðhorf þriggja leikskólakennara til menntunar ungra barna voru skoðuð. Þessir þrír leikskólakennarar vinna í þremur mismunandi dagvistunarúrræðum. Viðhorf þeirra með tilliti til þriggja þátta voru könnuð; foreldrasamstarf, nám og kennsla og fagmennska kennara. Einnig var skoðað hvernig dagvistunarúrræðin hafa þróast í gegnum tíðina og jafnframt hvernig menntun kennara hefur breyst á undanförnum árum. Fyrstu þrjú æviárin eru talin þau mikilvægustu í lífi barna enda þroskast heilinn hvað mest á þessum árum. Ábyrgð þeirra sem annast börnin á þessum tíma er því aldrei meiri. Það skiptir miklu máli hver annast börnin og hvaða viðhorf sá aðili hefur til þeirra.
    Niðurstöður þessarar rannsóknar sýna greinilega að viðhorf leikskólakennara til starfsvettvangsins eru ólík og því má íhuga hvort það endurspeglist í því námi sem börnin fá í sínu dagvistunarúrræði. Þar sem viðmælendurnir eru með sömu menntunina og vinna og starfa með hag barnanna að leiðarljósi ættu börnin að öðlast mjög keimlíka reynslu í þessum úrræðum.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22452


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Alexandra Hödd - lokaritgerð.pdf671.27 kBLokaður til...01.05.2050HeildartextiPDF