is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22459

Titill: 
  • Áhrif hreyfingar á sykursýki af tegund 2
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Sykursýki 2 fer ört vaxandi í heiminum í dag en talið er að 387 milljónir manna þjáist af sjúkdómnum og gert er ráð fyrir að tíðni muni aukast talsvert næstu 15 árin. Einstaklingar með sykursýki 2 framleiða insúlín en ekki nægilega mikið til þess að viðhalda eðlilegum blóðsykri sem leiðir af sér blóðsykurshækkun. Sykurþoli er skipt í þrjá flokka: eðlilegt blóðsykursjafnvægi, skert blóðsykursjafnvægi og sykursýki. Til þess að greina einstaklinga í þessa flokka mælt styrk blóðsykurs á fastandi maga, styrk blóðsykurs eftir inntöku glúkósa og styrk blóðrauðans A1C. Orsök sjúkdómsins er óþekkt en áhættuþættir eru meðal annars erfðir, offita, háþrýstingur og skert blóðsykursjafnvægi. Langvarandi blóðsykurshækkun getur haft í för með sér ýmsa fylgikvilla eins og til dæmis hjarta- og æðasjúkdóma og nýrnakvilla. Talið er að hollt mataræði, hreyfing og viðhald á eðlilegri líkamsþyngd geti komið í veg fyrir eða seinkað komu sjúkdómsins.
    Helstu meðferðarúrræði gegn sjúkdómnum eru lyf, hreyfing og hollt mataræði. Mælt er með lágmarkshreyfingu á viku, þá loftháðri þjálfun á meðal ákefð eða hárri ákefð í styttri tíma. Æfa á þrisvar í viku og ekki skulu líða meira en tveir dagar án hreyfingar. Hvers konar hreyfing hjálpar fólki að léttast. Hreyfing dregur eins úr insúlínviðnámi og hefur jákvæð áhrif á lækkun styrks fastandi blóðsykurs og lækkun blóðkólesteróls ásamt því að bæta blóðsykursstjórnun og insúlínnæmni. Rannsóknir telja að notkun þolþjálfunar og styrktarþjálfunar gefi mestan ávinning. Mikilvægir þættir við gerð hreyfiáætlunar fyrir sykursjúka eru meðal annars fræðsla, hvatning og einstaklingsbundnar æfingar. Á Íslandi eru ýmis úrræði í boði, svo sem endurhæfingarstöðvarnar Heilsuborg og Reykjalundur.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22459


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
elisa_bsritgerd_.pdf1.12 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna