en English is Íslenska

Thesis University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2246

Title: 
  • Title is in Icelandic „Þið mættuð kanna þetta meira hjá ykkur á Íslandi, ég bara hélt að þið væruð að gera það“: Upplifun Færeyskra foreldra af skynreiðumeðferð barna með ADHD einkenni
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Verkefni þetta byggir á niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar. Markmið annsóknarinnar var að kynna til sögunnar meðferðarúrræði sem Færeyingar hafa verið að notast við fyrir börn með einkenni ADHD. Auk þess var markmiðið að fá fram reynslu foreldra barna í Færeyjum sem höfðu fengið slíka meðferð. Í rannsókninni voru tekin fimm opin viðtöl við færeyskar mæður sem allar eiga það sameiginlegt að eiga barn með einkenni ADHD og höfðu fengið svokallaða skynreiðumeðferð. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingar um að viðhorf til ADHD sé allt annað í Færeyjum en á Íslandi. Færeyingar virðast greina mun síður börn með ADHD og horfa meira til annarra skýringa, þeirra skýringa að þessum börnum vanti ákveðna skynörvun. Meðferðin felst aðallega í því að börnin eru klóruð með sérstökum burstum og þeim ruggað í hengirúmum. Í viðtölum við mæðurnar var áberandi hve jákvæðar þær voru gagnvart skynreiðugreiningunni og meðferðinni. Einnig virtist sem samveran sem fylgir meðferðinni hefði mikið að segja fyrir mæðurnar og börnin en meðferðin fer að stórum hluta til í heimahúsum. Að auki kom fram að vökul augu heilbrigðis- og uppeldisstarfsmanna væru mikilvæg til að geta gripið inní sem fyrst og þannig hjálpað barninu. Af niðurstöðum má því ætla að Íslendingar mættu kynna sér þessa hugmyndafræði nánar og sjá hvort hagur væri af því að taka hana upp enda virðist hún hafa borið góðan árangur fyrir færeysku börnin sem hafa hlotið hana.

Accepted: 
  • Apr 21, 2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2246


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Bjorg_R_Vignisdottir_1103803489_Lokaritgerd_Felagsradgjof_fixed.pdf337.08 kBOpenHeildartextiPDFView/Open