is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22460

Titill: 
  • Móttaka á uppgjöfum í blaki kvenna: rannsókn á Bikarkeppni BLÍ 2015
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Með góðri móttöku má auka sóknarmöguleika liðs. Móttaka fyrir framan líkama í lágri stöðu er talin æskileg auk þess að leikmenn ættu að taka mið af ferli boltans svo svæði ábyrgðar skeri á feril boltans við snertingu. Algengast er að þrír leikmenn beri ábyrgð á móttöku. Leikmönnum hefur reynst erfiðast að taka á móti uppgjöfum í leikstöðu fimm og á móti hoppuppgjöfum og hopp flotuppgjöfum. Hafa greiningar á móttöku sýnt mun á gæðum móttöku eftir árangri liða þar sem árangursríkari lið sýna fram á betri gæði móttöku. Því þótti áhugavert að kanna hvað hefði áhrif á gæði móttöku og hvort gæði hennar hefðu áhrif á árangur liða, auk þess að kanna leikkerfi í móttöku og svæði ábyrgðar leikmanna.
    Alls voru 338 uppgjafir og móttökur greindar í undanúrslita- og úrslitaleikjum kvenna í Bikarkeppni BLÍ árið 2015. Notast var við IBM SPSS Statistics 22 tölfræðiforrit til greiningar á gögnum rannsóknarinnar þar sem tíðni- og krosstöflur voru skoðaðar og kí-kvaðratpróf notuð til greiningar á marktæki.
    Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar var ekki marktækur munur á gæðum móttöku eftir gerð uppgjafa, stefnu eða leikstöðu móttöku, né heldur á gæðum móttöku eftir liðum eða á árangri liða eftir gæðum móttöku. Munur á gæðum móttöku eftir gerð móttöku var marktækur og því má ætla að gerð móttöku hafi áhrif á gæði hennar. Þá var leikkerfi þriggja leikmanna í móttöku algengast en ráðleggingum um svæði ábyrgðar var takmarkað fylgt. Í framhaldi af rannsókninni væri áhugavert að bera íslenskt blak saman við erlent, með tilliti til bæði félags- og landsliða.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22460


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Móttaka á uppgjöfum í blaki kvenna - Steinunn Helga.pdf798.13 kBOpinnPDFSkoða/Opna