is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22464

Titill: 
  • Algengi þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá íslenskum atvinnumönnum í boltaíþróttum
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kvíði og þunglyndi eru sjúkdómar sem að geta haft varanlegar neikvæðar afleiðingar á líf fólks. Fyrri rannsóknir hafa leitt í ljós að hreyfing sé talin hafa jákvæð áhrif á þunglyndis- og kvíðaeinkenni, þrátt fyrir það eru slík einkenni að finna meðal íþróttamanna. Umhverfi afreksíþróttanna einkennist af mikilli utanaðkomandi pressu og líkamlegs og andlegs álags sem getur meðal annars leitt til þess kvíða- og þunglyndiseinkenni koma fram hjá einstaklingum.
    Markmið þessarar rannsóknar var að kanna algengi þunglyndis og kvíðaeinkenna hjá íslenskum atvinnumönnum í boltagreinum. Spurningalistar til að meta þunglyndis (PHQ-9) og kvíðaeinkenni (GAD-7) voru sendir til allra atvinnumanna Íslands í boltagreinum sem eru alls 127. Heildarsvarhlutfall var 85 %, þarf af 73% karlar og 27% konur.
    Niðurstöður hér sýndu fram á að kvíða- og þunglyndiseinkenni er að finna hjá íslenskum atvinnumönnum í boltaíþróttum. Rannsóknir sýna að væg og miðlungs einkenni kvíða og þunglyndis eru algengari hjá íslenskum atvinnumönnum en íslenskum stúdentum. Ekki var marktækur munur milli breyta á borð við laun, kyn, aldur, hjúskaparstöðu og íþróttagreina. Þessar niðurstöður verða því að teljast mjög áhugaverðar, sérstaklega í ljósi þess að íþróttir standa fyrir heilbrigði og hraustleika.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22464


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
skil í prentuðu formi469.43 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna