Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22465
Tilgangur: Rannsóknin var gerð til að kanna hvað það er sem hvetur eldri borgara helst áfram til að stunda líkams- og heilsurækt og hvaða þættir hamla því. Einnig var skoðað hvort að eldri borgarar telji hreyfingu hafa áhrif á lífsgæði sín og hvort þeim finnist hreyfing hugsanlega hafa áhrif á hræðslu þeirra við að hrasa eða detta.
Efni og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 34 eldri borgurum á aldrinum 68-88 ára og komu þeir úr tveimur mismunandi heilsuræktarhópum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þessi rannsókn sem var megindleg var framkvæmd í apríl 2015, þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur að loknum heilsuræktartíma.
Niðurstöður: Bætt líkamleg hreysti, bætt þrek og betri andleg vellíðan var það sem hvatti þátttakendur helst áfram til að stunda líkams- og heilsurækt. Helsta hindrun sem kom í veg fyrir að eldra fólkið mætti ekki í tíma voru veikindi eða áverkar, tímaskortur, orkuleysi og harðsperrur. Meirihluti þátttakenda taldi hreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu þeirra við að detta. Marktækur munur var milli karla og kvenna á hræðslu við fall, en fleiri konur en karlar hræðast það.
Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum hefur líkams- og heilsurækt jákvæð áhrif á lífsgæði eldri borgara. Helstu hvatar til líkamsræktar hjá eldra fólki eru andleg vellíðan, bætt líkamleg hreysti og þrek. Veikindi eða áverkar draga hins vegar úr áhuga eldra fólks til hreyfingar.
| Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
|---|---|---|---|---|---|
| PRENTUN!.pdf | 632,92 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |