is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild (áður Tækni- og verkfræðideild) og íþrótta-, iðn- og tæknifræði -2019 / Department of Engineering (was Dep. of Science and Engineering) >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22465

Titill: 
  • Hvatar og hindranir hreyfingar eldri borgara
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur: Rannsóknin var gerð til að kanna hvað það er sem hvetur eldri borgara helst áfram til að stunda líkams- og heilsurækt og hvaða þættir hamla því. Einnig var skoðað hvort að eldri borgarar telji hreyfingu hafa áhrif á lífsgæði sín og hvort þeim finnist hreyfing hugsanlega hafa áhrif á hræðslu þeirra við að hrasa eða detta.
    Efni og aðferðir: Úrtak rannsóknarinnar samanstóð af 34 eldri borgurum á aldrinum 68-88 ára og komu þeir úr tveimur mismunandi heilsuræktarhópum á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Þessi rannsókn sem var megindleg var framkvæmd í apríl 2015, þar sem spurningalistar voru lagðir fyrir þátttakendur að loknum heilsuræktartíma.
    Niðurstöður: Bætt líkamleg hreysti, bætt þrek og betri andleg vellíðan var það sem hvatti þátttakendur helst áfram til að stunda líkams- og heilsurækt. Helsta hindrun sem kom í veg fyrir að eldra fólkið mætti ekki í tíma voru veikindi eða áverkar, tímaskortur, orkuleysi og harðsperrur. Meirihluti þátttakenda taldi hreyfingu hafa mjög góð áhrif á lífsgæði þeirra og flestir sögðu að hún drægi mjög úr hugsanlegri hræðslu þeirra við að detta. Marktækur munur var milli karla og kvenna á hræðslu við fall, en fleiri konur en karlar hræðast það.
    Ályktanir: Samkvæmt niðurstöðum hefur líkams- og heilsurækt jákvæð áhrif á lífsgæði eldri borgara. Helstu hvatar til líkamsræktar hjá eldra fólki eru andleg vellíðan, bætt líkamleg hreysti og þrek. Veikindi eða áverkar draga hins vegar úr áhuga eldra fólks til hreyfingar.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22465


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
PRENTUN!.pdf632,92 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna