is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Tækni- og verkfræðideild (-2019) / School of Science and Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22466

Titill: 
  • Kennslumyndbönd í listhlaupi á skautum : grunnæfingar fyrir börn
Námsstig: 
  • Bakkalár
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Lokaverkefni mitt er hagnýtt verkefni sem fjallar um grunnæfingar í listhlaupi á skautum. Verkefnið skiptist í tvo hluta, fræðilegan hluta og æfingahandbók sem inniheldur kennslumyndbönd. Í fræðilega hlutanum er meðal annars farið yfir sögu listhlaups á skautum og uppbyggingu íþróttarinnar á Íslandi. Í hagnýta hlutanum er æfingahandbók og kennslumyndbönd fyrir grunnæfingar í listhlaupi á skautum. Þar er farið yfir hvernig sé best að kenna grunnæfingar ásamt nokkrum hugmyndum af leikjum. Hugmyndin að þessu verkefni kviknaði þegar að ég tók að mér verkefni sem formaður dómara- og tækniráðs hjá Skautasambandi Íslands haustið 2014. Ég sá að það var þörf fyrir aðgengilegra kennsluefni á íslensku fyrir grunnæfingar í listhlaupi á skautum. Handbókin og kennslumyndböndin eru ætluð þjálfurum, kennurum, leiðbeinendum og foreldrum til þess að öðlast betri skilning á íþróttinni og geta kennt helstu grunnatriði í listhlaupi á skautum.

Tengd vefslóð: 
  • https://www.youtube.com/results?search_query=Listskautar+HR
Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22466


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ásdís Rós Clark B.Sc.-Lokaskil (1).pdf720.21 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna