is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22469

Titill: 
  • Næring og hreyfing á meðgöngu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Á meðgöngu er næringarríkt mataræði mikilvægt fyrir þroska og heilsu fósturs og mikilvægt er fyrir verðandi móður að tileinka sér heilbrigðan lífsstíl sem felst bæði í að neyta næringarríkrar fæðu og stunda reglulega hreyfingu. Markmiðið með ritgerðinni er að fjalla um næringu og hreyfingu barnshafandi kvenna og sýna fram á mikilvægi heilbrigðs lífernis fyrir bæði móður og barn á meðan meðgangan stendur yfir. Lífsnauðsynlegu orkugjafarnir eru kolvetni, fita og prótein. Á öðrum og þriðja hluta meðgöngunnar ætti neysla að vera um 3000 hitaeiningar á dag. Neysla á kolvetnum, fitu og próteini ætti ekki að minnka á meðgöngu. Mikilvægt er að neyta kolvetna sem innihalda miklar trefjar og að halda neyslu á mettuðum fitusýrum og transfitusýrum í lágmarki. Á síðasta hluta meðgöngunnar ætti að auka neyslu próteins í allt að 1.52 grömm miðað við hvert kílógramm líkamsþyngdar móður. Vítamín og steinefni gegna mikilvægu hlutverki í þroska og heilsu barns og móður. Í þessari ritgerð verður fjallað um vítamínin fólat, þíamín, ríbóflavín og A-, D-, E-, K- og C-vítamín sem og steinefnin járn og kalk. Farið verður yfir áhrif óæskilegrar næringar og ónógrar næringar á meðgöngu. Þá verður farið yfir áhrif hreyfingar og hvers konar hreyfing sé æskileg á meðgöngu. Að lokum verður farið yfir mikilvægi réttrar næringar með hreyfingu.

Samþykkt: 
  • 19.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22469


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Næring og hreyfing á meðgöngu.pdf538.89 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna