is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Tæknisvið / School of Technology > BSc Verkfræðideild / Department of Engineering >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22470

Titill: 
 • Áhrif íþróttaiðkunar á andlega og líkamlega heilsu framhaldsskólanema
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Rannsóknir sýna að íþróttir og líkamsrækt spila mikilvægt og jákvætt hlutverk í heilsu barna og unglinga. Ákjósanlegt magn hreyfingar fyrir ungmenni er óljóst en í dag er miðað við hreyfingu í þrjátíu til fjörutíu mínútur á dag, þrjá til fimm
  daga vikunnar eða oftar. Flest börn og ungmenni hreyfa sig þó ekki jafn mikið og mælt er fyrir um. Erfitt getur verið að vekja áhuga ungmenna á hreyfingu en léleg líkamleg heilsa getur haft áhrif á andlega líðan og almenna geðheilsu og komið í
  veg fyrir frekari þátttöku í íþróttum og líkamsrækt.
  Rannsóknir sýna að þátttaka í íþróttum og líkamsrækt með íþróttafélagi, á vegum skóla eða á eigin vegum hefur jákvæð áhrif á andlega og líkamlega heilsu ungmenna ásamt betri líkamsímynd.
  Markmið rannsóknarinnar var að komast að því hvort að þátttakendum myndir líða betur andlega og líkamlega eftir því sem þeir stunduðu íþróttir eða líkamsrækt oft í viku ásamt því að skoða hvort að sjálfsímynd þátttakenda yrði jákvæðari eftir því sem þátttakendur stunduðu íþróttir eða líkamsrækt oft í viku.
  Einnig var komið inn á hvort að námsárangur þátttakenda myndi verða betri eftir því sem þeir stunduðu íþróttir eða líkamsrækt oft í viku.
  Niðurstöður sýndu að flestir þátttakendur í rannsókninni æfðu íþróttir eða líkamsrækt einu sinni í viku eða oftar og flestir töldu bæði líkamlega og andlega heilsu sína vera góða eða mjög góða. Langflestir af þeim sem töldu líkamlega og andlega heilsu sína vera mjög góða æfðu íþróttir eða líkamsrækt fjórum sinnum í
  viku eða oftar. Einnig kom í ljós að fleiri stelpur en strákar töldu sig vera of feita en fleiri strákar heldur en stelpur töldu sig vera of granna þó svo að flestir þátttakenda telji sig vera mátulega. Einkunnir þátttakenda í íslensku og
  stærðfræði voru hærri hjá þeim nemendum sem æfðu íþróttir eða líkamsrækt fjórum sinnum í viku eða oftar.

Samþykkt: 
 • 19.8.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22470


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrif þjálfunar á andlega og líkamlega heilsu ungmenna.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna