en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/2247

Title: 
 • Title is in Icelandic Starfsánægja og streita hjá starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur
Degree: 
 • Bachelor's
Abstract: 
 • Abstract is in Icelandic

  Tilgangur rannsóknar þessarar var að kanna hver starfsánægja og streita
  væri hjá starfsmönnum Barnaverndar Reykjavíkur. Spurningarlisti var lagður
  fyrir alla starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur sem voru 29 talsins en 18 svöruðu
  honum eða 62,2%. Megin niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að 63,7%
  starfsmanna Barnaverndar Reykjavíkur sem tóku þátt í rannsókninni voru mjög
  eða frekar ánægðir í starfi sínu. 87,9% starfsmannanna voru sammála því að þeir
  fyndu fyrir hlutverkaóvissu og 30,5% starfsmannanna voru sammála því að þeir
  fyndu fyrir hlutverkaátökum. 58,3% starfsmannanna fundu nær alltaf eða oft fyrir
  streitu í starfi. 36,3% starfsmannanna fundu mjög eða frekar mikið fyrir streitu og
  pirrings í starfi og 38,8% mátu aðstæður í lífi sínu nokkuð eða mjög oft
  streituvaldandi. Að lokum fundu 11,1% starfsmannanna nokkuð eða mjög oft fyrir
  vanlíðan eða óþægindum. Niðurstöður rannsóknar þessarar má túlka þannig að
  þrátt fyrir töluverða streitu í starfi virðast starfsmenn Barnaverndar Reykjavíkur
  vera ánægðir í starfi sínu. Þessar niðurstöður eru sambærilegar svipuðum
  rannsóknum sem gerðar hafa verið á starfsmönnum í félagsþjónustu bæði
  hérlendis og erlendis.
  Auk umfjöllunar um rannsóknina þá verða hugtökin starfsánægja og streita
  skilgreind, en einnig verður fjallað um helstu kenningar sem settar hafa verið
  fram um starfsánægju og streitu í starfi.

Accepted: 
 • Apr 21, 2009
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/2247


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
BAValgerður_fixed.pdf1.37 MBOpenHeildartextiPDFView/Open