is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22503

Titill: 
 • Brian Pilkington og leikskólabörnin : bækur Brian Pilkingtons og gildi þeirra í starfi með börnum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Í þessari ritgerð fjalla ég um barnabækur og legg aðal áherslu á myndskreyttar bækur og gildi þeirra fyrir börn. Vel myndskreyttar bækur vekja áhuga hjá börnum og verður því skilningurinn betri á sögunni. Bækur vekja forvitni hjá börnum og þau tengja við sögupersónur þegar þær sýna tilfinningar. Ein leið barna til tjáningar er í gegnum bækur en þau tjá sig í gegnum sögupersónur, hvort sem þær eru mannfólk, álfar, tröll eða dýr. Ég fjalla aðallega um bækur og myndskreytingar eftir Brian Pilkington en þær eru mörgum börnum kunnugar. Myndefnið er afar fjölskrúðugt og notar hann íslenska náttúru sem bakgrunn.
  Í fyrsta hluta fjalla ég um gildi og hlutverk barnabóka. Þar fer ég í gegnum upphaf og þróun þeirra og síðan hver gildi þeirra eru og hvernig nýta megi barnabækur í leikskólastarfi.
  Í öðrum hluta fjalla ég um þróun íslenskra myndabóka. Ég fer í hugmyndafræðina og menningu og fjalla síðan um mikilvægi þeirra og hlutverk.
  Í þriðja og síðasta hlutanum fjalla ég um Brian Pilkington sem höfund og myndskreytara og hvernig hann notar þjóðsögur Íslands og náttúru sem bakgrunn í verkin sín. Pilkington er sannkallaður listamaður og eru verkin hans mjög áhugaverðar og lifandi.

Samþykkt: 
 • 24.8.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22503


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lena Lokaverkefni - Heild.pdf229.94 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna