is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22504

Titill: 
  • Fjölmenningarlegt samfélag og leiðir til fjölmenningarlegrar kennslu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þetta er heimildaritgerð sem unnin er af nemendum af menntavísindasviði Háskóla Íslands. Ritgerðin er lokaritgerð til BA- og B.Ed prófs í kennara- og uppeldis- og menntunarfræðum. Ritgerðin fjallar um fjölmenningarlegt samfélag og leiðir til fjölmenningarlegrar kennslu.
    Megin tilgangur ritgerðarinnar er að skoða fjölmenningu í nútímasamfélagi ásamt því að öðlast betri sýn á áhrifum hennar á samfélagið í heild. Fjallað er um mikilvægi fjölmenningarlegrar kennslu og með henni fái allir nemendur kennslu við sitt hæfi sem stuðlar að sem bestum þroska hvers einstaklings ásamt því að skoða hvað þarf að vera til staðar í kennslu svo hún geti talist fjölmenningarleg. Einnig eru skoðaðar þær leiðir sem aðstoða innflytjendur við aðlögun að nýju samfélagi án þess að missa tengingu við sína upprunalegu menningu, þá er æskilegt að innflytjendur hafi greiðan aðgang að helstu upplýsingum og þjónustu nýja samfélagsins til þess að eiga kost á að geta tekið virkan þátt í því sem samfélagið hefur uppá að bjóða. Fjallað er um hlutverk trúarbragða í fjölmenningarlegum samfélögum ásamt nútímalegri trúarbragðafræðslu í skólum, þar sem fjölbreytileikinn í skólum landsins er orðinn mikill er þörf á fræðslu snemma á skólagöngunni til þess að einstaklingar geti þróað með sér fjölbreytilega hugsun. Mikilvægt er að innflyjendur hafi tækifæri til þess að viðhalda sinni trú, menningu og einkennum upprunalegu menningar en á sama tíma taka þau upp viðmið og gildi ríkjandi menningar. Þetta eru mikilvægir þættir til þess að allir hafa möguleik á að lifa í sátt og samlyndi í nútímasamfélagi.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22504


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölmenningarlegt samfélag og leiðir til fjölmenningarlegrar kennslu.pdf740.74 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna