is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22517

Titill: 
  • Drengir og lestraráhugi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi fjallar um lestraráhuga drengja frá lokaári leikskóla fram á miðstig grunnskóla. Leitast er við að kanna hvers vegna drengir lesa minna en stúlkur en einnig er skoðað hvernig hægt er að efla lestraráhuga þeirra. Fjallað er um lestur, læsi og hugtök því tengd, svo sem hljóðkerfisvitund, umskráningu, lesfimi, lesskilning og hvaða þýðingu þeir hafa fyrir lestrarnám. Rýnt er í rannsóknir á börnum á leikskólaaldri og upp í efstu stig grunnskóla til að leita skýringa á áhugaleysi drengja á lestri. Barnabækur eru skoðaðar og innihald þeirra. Einnig er upplýsinga leitað hjá rithöfundunum Gunnari Helgasyni og Kristínu Helgu Gunnarsdóttur um ritstörf þeirra og viðhorf til lestraráhuga drengja. Fjallað er um lestur í leikskóla, hlutverk hans og foreldra þegar kemur að lestrarstundum. Einnig þær breytingar sem börn og foreldrar upplifa við flutning úr leikskóla í grunnskóla. Hlutverk grunnskólans er skoðað og hvaða kennsluaðferðir kennarar geta nýtt sér til að efla lestur. Jafnframt er litið til samvinnu heimilis og skóla almennt. Að síðustu er rýnt í hvatakerfi sem reynst hafa vel í grunnskólum. Niðurstaðan er sú að drengjum er hvorki sinnt nægilega vel á heimilum né í skólakerfinu. Vinna þarf með fjölbreyttar kennsluaðferðir í skólum til að efla áhuga drengja á lestri og heima fyrir er þörf á góðum lestrarfyrirmyndum.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22517


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Ed ritgerð lokaskilin.pdf510.2 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna