is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2252

Titill: 
  • Áfallastjórnun í opinberri stjórnsýslu: Íslenska bankahrunið 2008 og þýska dvalarleyfismálið 2005
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð fjallar um áfallastjórnun á opinberum vettvangi, greiningu á áföllum og ákjósanlegar leiðir leiðtoga til að takast á við áföll í starfi. Tvær tilviksathuganir eru teknar til umfjöllunar þar sem í hvorri um sig er gerð greining á áfalli með áherslu á atburðarás, ákvarðanatökuferli, leiðtogahegðun og aðgerðir á sviði áfallastjórnunar og almannatengsla. Stuðst er við aðferðafræði innan áfallastjórnunarfræða sem kennd er við sænsku fræðimennina Stern og Sundelius og CRISMART rannsóknarsetrið.
    Fyrri tilviksathugunin snýr að íslenska bankahruninu árið 2008 og hlutverki Geirs H. Haarde, þáverandi forsætisráðherra, í viðbragðsferlinu, en síðari athugunin fjallar um Joschka Fischer, þáverandi utanríkisráðherra Þýskalands, og viðbrögð hans við svonefndu dvalarleyfismáli sem upp kom í tengslum við störf hans og ráðuneyti árið 2005.
    Helstu niðurstöður benda til þess að viðbrögð við bankahruninu hafi að mörgu leyti rímað vel við viðmið áfallastjórnunar, sérstaklega að því leyti að unnið var eftir sérstakri formgerð áfallastjórnunarkerfis. Þrátt fyrir að ekkert fyrirfram ákveðið viðbragðskerfi við efnahagsáföllum hafi verið til staðar innan íslensku stjórnsýslunnar þegar áfallið reið yfir tókst ágætlega til við innleiðingu slíks kerfis. Greiningin leiddi ennfremur skýrt í ljós mikilvægi forsætisráðherra sem skipaði stórt hlutverk í ákvarðanatökuferlinu og var embætti hans megin stefnumótunaraðili í því ferli.
    Sýnilegur skortur var á kerfisbundnu upplýsingastreymi af hálfu stjórnvalda auk þess sem mikilvægi almannatengsla var vanmetið í viðbragðsferlinu. Í því fólst meðal annars skortur á auðmýkt og afsökunarbeiðni.
    Greining á þýska dvalarleyfismálinu leiddi sömuleiðis í ljós að þar hafi verið gerð mistök í viðbragðsferlinu á sviði almannatengsla. Viðbrögð Joschka Fischers einkenndust ekki síst af vanmati á aðstæðum og hroka gagnvart þeim vanda sem við blasti.
    Niðurstöður greiningar á leiðtogastíl þeirra Geirs H. Haarde og Joschka Fischers benda til að þeir séu um margt ólíkir leiðtogar. Leiðtogastíll Fischers skarast á milli tveggja vídda, útþenslu og beitingu persónutöfra, á meðan setja má Geir í flokk með þeim leiðtogum sem hafa leiðbeinandi leiðtogastíl.

Samþykkt: 
  • 22.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2252


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
lokautgafa_fixed.pdf1,35 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna