is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22520

Titill: 
  • Fjölbreyttir kennsluhættir í stærðfræði : skapandi kennsla á yngsta stigi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þessi ritgerð er lokaverkefni til B.Ed.-prófs í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands.
    Meginviðfangsefni hennar er að kynnast margvíslegum leiðum að fjölbreyttum og skapandi kennsluaðferðum í stærðfræðikennslu á yngsta stigi í grunnskóla. Í þeim tilgangi var kennsla í stærðfræðiþema í Hörðuvallaskóla skoðuð. Jafnframt var kennsluaðferðin ,,Leikur að læra“ skoðuð sem ein af fjölmörgum skapandi kennsluaðferðum sem hægt er að notast við í kennslu. Markmiðið með þessari ritgerð er að hún nýtist kennurum og öðrum sem hafa áhuga á stærðfræðikennslu yngri barna og vonir standa til að fólk öðlist meiri og dýpri skilning á þessu efni eftir lestur verkefnisins. Við beinum sjónum okkar að tveimur frumkvöðlum kennslufræðinnar, þeim Howard Gardner og John Dewey. Þeir hafa markað djúp spor innan fræðigreinarinnar þegar kemur að fjölbreyttum viðfangsefnum og þeirri sýn að nemendur séu jafn ólíkir og þeir eru margir og að það þurfi að notast við fleiri en eina aðferð til að koma til móts við fjölbreytileika nemenda.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22520


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fjölbreyttir_kennsluhaettir_i_staerdfraedi_vor_2015.pdf777,66 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna