en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22528

Title: 
  • Title is in Icelandic Rudolf Steiner : kenningar og aðferðir í Waldorfkennslu
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari lokaritgerð B.Ed.-gráðu í grunnskólakennarafræði við Háskóla Íslands verður fjallað um heimspekinginn Rudolf Steiner, kenningar og aðferðir hans um uppeldi og kennslu. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður stiklað á stóru um ævi Rudolfs Steiner. Fjallað verður um fyrsta Waldorfskólann og hvernig mannspeki (e. anthroposophy) hefur áhrif á stefnu skólans. Fjallað verður um hugmyndafræði og kenningar Rudolfs Steiner og hvernig þær þróuðust. Í síðari hluta ritgerðarinnar verður fjallað um aðferðir og lýst kennsluháttum og lestrarkennslu í Waldorfskólum. Fjallað verður um hlutverk kennarans og hugmyndir Rudolfs Steiner um mikilvægi námstækja og umhverfis fyrir menntun barna. Markmið með þessari ritgerð er að komast að því hver Rudolf Steiner var, hvar hann fékk hugmyndir sínar um kennslu, hvað Waldorfstefna er og hvers vegna hún varð svo áhrifarík sem raun ber vitni. Niðurstöður leiddu í ljós að framlag Rudolfs Steiner til menntavísinda breytti hugarfari og viðhorfi margra til uppeldis. Hugmyndir sínar um kennsluaðferðir tvinnaði hann saman við heimspekilegan bakgrunn sinn. Megininntak stefnunnar felst í að nemendur verði skapandi, sjálfstæðir og hjartahlýir. Waldorfstefnan varð fljótt mjög vinsæl og eru margar ástæður fyrir því, þar má nefna að hún eflir sjálfstæði og félagslega færni barna.

Accepted: 
  • Aug 24, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22528


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Rudolf_Steiner_Ása Sóley Karlsdóttir.pdf826.49 kBOpenHeildartextiPDFView/Open