is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22536

Titill: 
  • Stimplanir, aðskilnaður og flókinn veruleiki : upplifun og reynsla uppkominna barna, maka og fagaðila af fjölskyldutengslum einstaklinga í afplánun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari er gerð grein fyrir niðurstöðum eigindlegrar rannsóknar á högum barna fanga. Markmið verkefnisins var að veita innsýn í þann veruleika sem börn fanga búa við og fá jafnframt að kynnast því hvernig slíkar fjarverur og aðskilnaður hafa haft áhrif á fjölskyldutengsl og mótað þau. Gagna var aflað með eigindlegri aðferð og tekin voru viðtöl við fjóra einstaklinga sem áttu það sameiginlegt að vera aðstandendur fanga, uppkomin börn eða barnsmæður. Jafnframt voru tekin viðtöl við prest og félagsráðgjafa sem starfa hjá Fangelsismálastofnun til að fá breiðari sýn á viðfangsefnið. Rannsókn af þessu tagi hefur ekki áður verið framkvæmd hérlendis. Helstu niðurstöður voru þær að allir viðmælendur rannsóknarinnar sem áttu aðstandendur í afplánun fundu fyrir aðskilnaði á einhverjum tíma. Þau börn sem höfðu aldur til að átta sig á aðstæðum upplifðu á einhvern hátt félagsleg eða sálræn vandamál auk þess sem börn og aðstandendur upplifðu mikla fordóma og jafnframt formlega og óformlega stimplun af hálfu samfélagsins. Einnig kom fram að lítil sem engin úrræði eða stuðningur er í boði hér á landi fyrir börn fanga og aðra aðstandendur. Mikilvægt er að fleiri og sýnilegri úrræði verði í boði fyrir þennan hóp í samfélaginu og til þess þurfa ríki og sveitarfélög að finna ráð og lausnir og staðsetja hópinn jafnframt betur innan kerfisins.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22536


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BAritgerd_gudrunhelgaastridardottir.pdf680,11 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna