is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22537

Titill: 
  • CISV : þjóð án landamæra
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessara ritgerðar er CISV, Children’s International Summer Village eða Alþjóðlegar sumarbúðir barna. Samtökin voru stofnuð af Dr. Doris Allen árið 1950 til að fá ungt fólk til að lifa friðsamlega saman, læra um menningu hvers annars og skapa friðsamlegri heim. Starfsemi CISV hefur vaxið mikið með árunum meðal annars á Íslandi en fyrsti hópurinn fór árið 1954, í dag sendir CISV á Íslandi 60 til 80 einstaklinga á ýmsa viðburði. Tekin voru viðtöl við tvö börn, dreng og stúlku, sem hafa farið í CISV búðir erlendis. Niðurstöður sýna að það að eignast vini frá mismunandi löndum er undirstaða sumarbúðanna, að vinna saman í leikjum eða verkefnum myndast sambönd sem geta breyst í vináttu. Það að kynnast fólki frá mismunandi löndum áttar fólk á sig að í grunnin erum við eins þó við lifum við mismunandi menningu.

Samþykkt: 
  • 24.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22537


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
CISV, Þjóð án landamæra.pdf670.86 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna