en English is Íslenska

Thesis (Bachelor's)

University of Iceland > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22542

Title: 
  • Title is in Icelandic Líkamsímynd unglinga : áhrif félags- og menningarlegra þátta
Degree: 
  • Bachelor's
Abstract: 
  • Abstract is in Icelandic

    Í þessari ritgerð er fjallað um áhrifaþætti á líkamsímynd unglinga. Unglingsárin eru tímabil andlegra og líkamlegra breytinga. Á kynþroskaskeiðinu verða breytingar á líkamsvexti og þyngd. Sumir unglingar eiga erfitt með að meðtaka þessar breytingar og taka líkama sinn í sátt. Unglingum er því mikilvægt að hljóta jákvæða reynslu og stuðning frá þeim félags- og menningarlegu þáttum sem umhverfis þá eru. Hvert sem litið er innan samfélaga má sjá að félags- og menningarleg skilaboð og pressa geta verið yfirþyrmandi. Pressan til þess að líta út eins og samfélagið vill verður sífellt meiri. Unglingar sem tileinka sér þessi skilaboð geta byrjað að þróa með sér óæskilega hegðun gagnvart mat og þyngd.
    Eins margir og mennirnir eru, geta félags- og menningarlegir þættir haft margvísleg áhrif á einstaklinginn sjálfan, sem og kynin. Í gegnum tíðina hafa stúlkur verið áhrifagjarnari en drengir og virðist sem svo að áhrifin hafi meira vægi hjá þeim. Helsta markmið margra stúlkna er að grennast og hafa fallegan líkamsvöxt. Með árunum hefur þetta þó verið að breytast því vöðvastæltur karlmannslíkami fær æ meiri athygli. Í ritgerðinni verður því leitast við að skoða hvaða áhrif fjölskylda, jafningjar (vinir), fjölmiðlar og menning hafa á líkamsímynd kynjanna á unglingsárunum.

Accepted: 
  • Aug 24, 2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22542


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
Líkamsímynd unglinga_DianaOlafsd.pdf845.6 kBOpenHeildartextiPDFView/Open