is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Verkfræði- og náttúruvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Verkfræði- og náttúruvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22559

Titill: 
  • Umferðarslysasaga ökumanna með heilabilun
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Akstur í umferð er flókið ferli og beri eitthvað út af eru afleiðingarnar gjarnan alvarlegar og óafturkræfar. Því ber, eins og unnt er, að fækka slysum og gera umferðina eins örugga og kostur er. Skert heilsa, meðal annars ýmiss konar heilabilun, hefur áhrif á hæfni ökumanna til hins verra og því mikilvægt að átta sig á henni. Könnuð voru bandarísk gögn um meinta heilabilaða ökumenn. Í úrtakinu voru 1.691 einstaklingar í Missouri með hugsanlega heilabilun og 11.615 í samanburðarhópi. Hópar heilabilunar voru þrír; einstaklingar með Alzheimer sjúkdóm, vitræna skerðingu og annan heilaskaða. Sýndu niðurstöður rannsóknarinnar að slysahlutfall hópanna var 29,8% (Alzheimer sjúkdómur), 33,0% (vitræn skerðing), 33,5% (annar heilaskaði) og 7,4% (samanburðarhópur). Þeir einstaklingar sem voru með hugsanlega heilabilun og lentu í slysi á tímabilinu voru einnig líklegri en samanburðarhópur til að lenda í fleiri en einu slysi, og þá sérstaklega hópur einstaklinga með annan heilaskaða. Slys heilabiluðu hópanna voru marktækt fleiri á þurrum vegi miðað við samanburðarhópinn sem gefur til kynna að einstaklingar með heilabilun aki helst við góðar aðstæður. Slys samanburðarhópsins voru líklegust til að valda engum meiðslum og slys einstaklinga með annan heilaskaða voru líklegust til að valda alvarlegustu meiðslunum. Tölfræðipróf sýndi marktækan mun á milli hópanna og ollu slys samanburðarhóps ekki jafn alvarlegum meiðslum og slys hinna hópanna. Aukin fræðsla um einkenni heilabilunar er mikilvæg, auk nákvæmrar og aðgengilegrar slysaskráningar svo hægt sé að vera vakandi fyrir hugsanlegum vandamálum. Vanda þeirra sem reynast óhæfir til þess að aka verður síðan að leysa með efldum almenningssamgöngum.

  • Útdráttur er á ensku

    Driving is a complicated process and if something goes wrong the consequences can be serious and irreversible. Therefore accidents should be prevented as much as possible and the traffic made as safe as can be. Impaired health, for example dementia, impairs driving abilities and therefore it is important to understand potential consequences. A sample of 1,691 possibly demented individuals and 11,615 individuals in a control group was researched. There were three groups of dementia: Alzheimer‘s disease, cognitive impairment and other brain injury. The results showed that the accident share for the dementia groups was 29.8%, 33.0% and 33.5% respectively and 7.4% for the control group. The demented individuals who had an accident were also more likely than the control group to have more than one accident, especially the group with other brain injury. The demented groups had significantly more accidents on dry roads compared to the control group which indicates that demented drivers prefer to drive in good conditions. The control group‘s accidents were most likely to cause no injuries and the group with other brain injury was most likely to cause the most severe injuries. Statistical tests showed significant difference between the groups and that the control group‘s accidents were not as serious as the other groups‘. Better education of dementia symptoms is important. Furthermore, exact and accessible injury registration is necessary so that possible problems will be easily detected. The difficulties of those who turn out to be medically unfit to drive must be solved with improved public transport.

Samþykkt: 
  • 25.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22559


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Umferdarslysasaga_okumanna_med_heilabilun.pdf1,43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna