is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár) Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2256

Titill: 
  • VR blaðið. Efnisskrá 1998-2000
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Skráin inniheldur lyklaðar bókfræðifærslur úr VR blaðinu sem Verzlunarmannafélag Reykjavíkur gefur út yfir árin 1998 til 2000 Tilgangurinn með skránni er að auðvelda starfsmönnum, félagsmönnum og öðrum áhugasömum um stéttarfélagsmál aðgang að efni blaðsins og að gera þeim unnt að nálgast greinarnar á fljótan og öruggan hátt. Allar greinar í þessum þremur árgöngum eru bókfræðilega skráðar, lyklaðar og þeim gefin efnisorð. Í inngangi er rakið hvernig verkefnið var unnið og leiðbeiningar um hvernig nota eigi skrána. Saga VR blaðsins er skráð og einnig er stiklað á stóru í sögu Verzlunarmannafélags Reykjavikur. Allra rita sem notuð voru við gerð verkefnisins er getið í heimildaskrá. Skrárnar eru þrjár og skiptast í aðalskrá og tvær hjálparskrár, mannanafnaskrá og efnisorðaskrá. Aðalskráin inniheldur 471 bókfræðilega færslu. Þar kemur fram nafn höfundar, titil greinarinnar, ártal, tölublað og blaðsíðutal og svo efnisorð sem lýsa inntaki hverrar greinar best. Öllum færslunum er gefið færslunúmer sem notað er til að vísa frá einni skrá til annarrar og auðveldar alla notkun á skránni. Skránni er raðað í stafrófsröð höfunda. Mannanafnaskráin inniheldur nöfn höfunda og annarra einstaklinga sem nefndir eru í greinunum, nöfnunum er raðað í stafrófsröð. Efnisorðaskráin inniheldur öll efnisorð sem hverri grein var gefið, efnisorðunum er raðað í stafrófsröð. Útskýringar fylgja hverri skrá með dæmum.

Samþykkt: 
  • 24.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2256


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni_rafraent_fixed.pdf1.53 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna