is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2257

Titill: 
  • Öryggis- og varnarmál: Eiga Ísland og Evrópusambandið samleið?
Námsstig: 
  • Meistara
Höfundur: 
Útdráttur: 
  • Marmiðið með þessari ritgerð er að skoða öryggis- og varnarmál á Íslandi með það í huga hvort landið eigi samleið með Evrópusambandinu í þeim málaflokkum. Til að svara þeirri spurningu er byrjað á að skilgreina málaflokkinn og gera grein fyrir þeim breytingum sem hafa átt sér stað á merkingu öryggishugtaksins eftir lok kalda stríðsins. Þá er gerð grein fyrir þróun öryggis-, utanríkis- og varnarmála ESB og hvernig raunhyggjan hefur verið ríkjandi í málaflokknum á þeim vettvangi, þar sem ríkin hafa haldið fast í fullveldi sitt. Einnig er fjallað um möguleika smáríkja í öryggis- og varnarmálum og eru Norðurlöndin skoðuð sérstaklega í því samhengi. Að lokum er fjallað um stöðu málaflokksins á Íslandi.
    Megin niðurstöðurnar eru þær að Ísland og Evrópusambandið eiga samleið í málaflokknum og liggja fyrir því ýmsar ástæður. Nú þegar á Ísland í margvíslegu samstarfi við ESB á sviði öryggismála og með aðild að sambandinu myndi landið auka vægi sitt og aðkomu að ákvörðunartöku. Ísland treystir á NATO og varnarsamninginn við Bandaríkin varðandi varnarmál en sá samningur er eingöngu varðandi hernaðarlegar varnir en nær ekki til hinna mýkri öryggismála sem Ísland líkt og önnur ríki álfunnar standa frammi fyrir. Aðild að ESB gæfi Íslandi aukin tækifæri til að láta til sín taka á alþjóðavettvangi, myndi efla orðspor landsins og auka þar með vægi þess í alþjóðakerfinu í samvinnu við önnur ríki Evrópu.

Samþykkt: 
  • 24.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2257


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
öryggis- og varnarmál eiga Ísland og Evrópusambandið samleið_fixed.pdf1.22 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna