Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22586
Í þessari rannsókn var algengi heilaáverka meðal ungs fólks sem æfir handbolta athugað. Gögnum var safnað með spurningalista. Bæði unglingar og foreldrar þeirra voru spurð um þá heilaáverka sem unglingurinn hafði fengið um ævina. Eitt af megin markmiðum rannsóknarinnar var að skoða samræmi í svörum hjá unglingum og foreldrum. Þátttakendur voru 63 pör af unglingum og foreldrum. Í ljós kom að samræmi á milli þeirra var ekki mikið. Það var aðeins í þriðjungi tilvika sem báðir aðilar sögðu frá sama heilaáverka, oftast sagði því bara annar aðilinn frá áverka. Þegar báðir sögðu frá sama áverkanum þá var lítið samræmi í frásögnum þeirra um skammtímaeinkenni. Ástæðan fyrir lágu samræmi var talinn vera tengd minni. Rannsóknin leiddi einnig í ljós að heilaáverkar eru algengir meðal ungs handboltafólks, um helmingur þátttakenda í könnuninni hafði einhvern tímann hlotið heilaáverka um ævina. Meirihluta áverkanna voru smávægilegir og samræmdist það fyrri rannsóknum á handboltafólki.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Heilaáverkar meðal unglinga sem æfa handbolta.pdf | 517,84 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna | |
Viðaukar.pdf | 1,58 MB | Lokaður til...02.09.2025 | Viðauki |