is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22604

Titill: 
  • Áhrifaþættir starfsmannaveltu Bakkans
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefnið fjallar um starfsmannaveltu Bakkans. Tilgangur verkefnisins var að kanna hvaða þættir hafa áhrif á starfsmannaveltuna ásamt því að setja fram tillögur á úrbótum til að minnka hana. Fjallað verður um hugtakið starfsmannavelta, hvert umfang hennar sé, leiðir til að draga úr henni, kostnað og útreikninga. Einnig verða aðrir þættir skoðaðir sem hafa áhrif á starfsmannaveltu svo sem starfsánægja, vinnuumhverfi og hollusta. Verkefnið var unnið í samstarfi við Bakkann þar sem spurningarkönnun var lögð fyrir tvo hópa, núverandi og fyrrverandi starfsmenn Bakkans, þar sem kannað var viðhorf og starfsánægja út frá sjö áhrifaþáttum starfsmannaveltu. Vegna lítils úrtaks var ekki hægt að kanna alla áhrifaþætti starfsmannaveltu. Einnig voru viðtöl tekin við tvo stjórnendur fyrirtækisins þar sem reynt var að nálgast skoðanir þeirra varðandi starfsmannaveltu og fengin var betri sýn inn í fyrirtækið. Niðurstöður leiddu í ljós að marktækur munur var á milli núverandi og fyrrverandi starfsmanna í tveimur þessara þátta. Nokkrir veikleikar eru í rannsókninni en nánar er farið í úrbætur varðandi þá þætti í umræðukafla ritgerðarinnar.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22604


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Bsc_lokaritgerð4.pdf1,27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna