Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22606
Markmið rannsóknar var að skoða samfélagslega ábyrgð Ölgerðarinnar. Kannað var hvort starfsfólk væri meðvitað um samfélagslega ábyrgð, þá staðla sem fyrirtækið fylgir og hvort því fyndist samfélagsleg ábyrgð Ölgerðarinnar skila árangri. Einnig var kannað hvort grundvöllur væri fyrir því að Ölgerðin tæki upp GRI skýrsluviðmiðin. Framkvæmdar voru bæði megindlegar- og eigindlegar rannsóknir. Spurningakönnun var gerð á meðal starfsfólks Ölgerðarinnar. Einnig var tekið viðtal við Erlu Jónu Einarsdóttur framkvæmdastjóra samskiptasviðs. Stuðst var við GRI (Global Reporting Initiative) við gerð á markmiðagreiningu og mikilvægisprófi (e. Materiality test).
Helstu niðurstöður úr megindlegu rannsókninni voru að starfsfólk var meðvitað um samfélagslega ábyrgð eða 77,5%. Flestir töldu siðferði felast í hugtakinu samfélagsleg ábyrgð eða 72,5%, 60% nefndu umhverfisþætti og góðgerðamál, 55% lög og reglur, 27,5% hagsmunaaðila og 25% hagnað. Kom í ljós að þó svo að starfsfólk teldi sig þekkja hugtakið samfélagsleg ábyrgð var sú þekking grunn.
Niðurstaðan er því sú að starfsfólk þekkir hugtakið um samfélagslega ábyrgð en þekking þeirra er grunn. Lítil þekking er á hvað varðar merkingu hugtaksins, hvaða stöðlum Ölgerðin starfar eftir og hvort að samfélagsleg ábyrgð Ölgerðarinnar sé að skila árangri.
Helstu niðurstöður úr eigindlegu rannsókninni eru þær að hægt er að nýta hluta af 100 markmiðunum við innleiðingu á GRI skýrsluviðmiðunum. Grundvöllur er því fyrir því að Ölgerðin taki upp GRI skýrslviðmið
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Samfelagsleg_abyrgd_Olgerðarinnar.pdf | 1 MB | Lokaður til...01.05.2100 |