is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22611

Titill: 
  • Stefnumótun fyrir ILVA
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • ILVA ehf er húsgagna- og heimilisvöru verslun staðsett á Korputorgi í Reykjavík. ILVA opnaði í október árið 2008 7000 m2 verslun á tveimur hæðum. Fyrirtækið hafði ekki farið í gegnum stefnumótun áður aðeins lagt mat á markaðinn við opnun. Núna sex árum seinna var því kjörið fyrir fyrirtækið að fara í gegnum stefnumótunarferlið til þess að sjá hvar þau standa á markaði. Ritgerð þessi er stefnumótun fyrir ILVA ehf og tilgangur hennar er að kanna hvort ILVA geti bætt reksturinn og náð árangri.
    Byrjað var á því að afla upplýsinga fyrir greiningarvinnu og tekin viðtöl bæði við stjórnendur og almenna starfsmenn. Send var út þjónustu- og markaðskönnun til þess að fá álit neytenda en einnig var framkvæmd hulduheimsókn. Eftir það hófst greiningarvinna og þar var notast við greiningartól eins og SVÓT, Pestel og Fimm krafta samkeppnislíkan Porters. Þegar að greining hafði átt sér stað var stefnan mótuð og hlutverk, gildi, framtíðarsýn og markmið útbúin. Stefnan var svo afmörkuð með Business Model Canvas þar sem viðskiptamódel fyrirtækisins er teiknað upp. Fyrirtækið vill keppa í þjónustu og því voru lagðar til tillögur til þess að ná því markmiði en til þess verður það að hafa meira samband við viðskiptavini og fá álit þeirra. Kynnt var nýtt skipurit félagsins þar sem gamla skipuritið þótti ekki skiljast vel. Fyrirtækið fékk tvo nýja markhópa sem eykur fjölbreytileika hjá neytendum. Kynntar voru nýjar dreifileiðir sem hjálpa til við að ná til nýrra markhópa og einnig var lagður grunnur af því að fyrirtækið bætti við sig fleiri samstarfsaðilum. Með samvinnu við nýja samstarfaðila ætti fyrirtækið að geta aukið hagnað sinn til muna.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22611


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Stefnumótun fyrir ILVA.pdf1.27 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna