Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22612
Skipulagsheildir standa frammi fyrir örum breytingum í samfélagi nútímans. Til að aðlaga sig að breytingum er ráðlagt að nota breytingastjórnun. Breytingastjórnun er samansafn af aðferðum og hugmyndafræði til að ná fram árangursríkum breytingum. Ein af þeim breytingum sem skipulagsheildir standa frammi fyrir í dag er notkun rafrænna reikninga. Notkun þeirra er til að mynda orðin krafa hjá opinberum stofnunum hér á landi. Rafrænir reikningar eru rafrænar sendingar á reikningum og greiðsluupplýsingum í gegnum Internet eða með öðrum rafrænum hætti á milli viðskiptaaðila. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna hvort þeir stjórnendur í íslensku efnahagslífi sem standa frammi fyrir breytingum, eins og innleiðingu á rafrænum reikningum, séu að nýta sér aðferðir og hugmyndafræði breytingastjórnunar. Einnig er markmið rannsóknarinnar að varpa ljósi á það hvernig hægt sé að nota þær aðferðir og hugmyndafræði við innleiðinguna. Þá var einnig skoðaður munurinn á nálgun og aðferðum við innleiðingu rafrænna reikninga á milli opinberra stofnana og einkafyrirtækja. Niðurstöður sýna að stjórnendur hér á landi eru lítið sem ekkert að nota sér aðferðir og hugmyndafræði breytingastjórnunar við slíka innleiðingu. Breytingarstjórnun er hægt að nýta á margvíslegan hátt við innleiðingu rafrænna reikninga og getur búið til grundvöll fyrir árangursríkri innleiðingu. Þá einkennist munurinn á milli opinberra stofnana og einkafyrirtækja helst af nálgunum en ekki aðferðum í innleiðingu rafrænna reikninga.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Breytingastjórnun Innleiðing rafrænna reikninga.pdf | 723,13 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |