is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22615

Titill: 
  • Alþjóðlegur reikningsskilastaðall IFRS-13 Er virkur markaður á Íslandi vegna gjaldeyrishaftanna?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nýr reikningsskilastaðall IFRS-13 var gefinn út til þess að ramma inn hvernig gangvirðismat skuli framkvæmt við reikningsskil og endurskoðun. Þar kemur fram að notast skuli við gangvirði til að meta virði eigna og skulda. Til þess að meta gangvirði gerir staðallinn ráð fyrir virkum markaði. Markmið þessa verkefnis var að skoðað þennan nýja reikningsskilastaðal og athuga hvernig beri að nota hann út frá því hvort verðbréfamarkaður á Íslandi teljist virkur markaður eða ekki þar sem það eru gjaldeyrishöft eru á fjármagnshreyfingum á milli landa.
    Rannsóknin byggir á tveimur spurningalistum sem sendir voru annars vegar til endurskoðanda og hins vegar til fjárfesta. Einnig var tekið viðtal við aðila úr sitt hvorum hópnum.
    Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að markaðsaðilar hérlendis hafa mjög litla trú á virkni markaðarins. Fjárfestar virðast þó hafa meiri trú á markaðnum heldur en endurskoðendur. Gjaldeyrishöftin hafa mikil áhrif á skoðun manna á virkni íslenska markaðarins því mikill meirihluti þátttakenda taldi að þau hefðu neikvæð áhrif á hann.
    Reikningsskilastaðallinn IFRS-13 gangvirðismat tekur ekki sérstaklega á því að hér sé vantraust á markaðnum vegna gjaldeyrishaftanna. Hann gefur frekar sviðsmynd af markaðsmálum eins og þau eru á matsdegi. Það fer hins vegar eftir því hvar í gangvirðispýramída staðalsins verið er að meta eignir hvort gjaldeyrishöftin hafi þau áhrif að matið hækki eða lækki verð eignarinnar.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22615


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
B.Sc verkefni Berglind Guðmundsdóttir kt.1601745289 sk.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna