is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22617

Titill: 
 • Áhrifaþættir ætlaðrar notkunar snjallsíma í bankaviðskiptum
Námsstig: 
 • Bakkalár
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um rannsókn sem framkvæmd var til að skoða notkun fólks á snjallsímum í bankaviðskiptum. Gerður var spurningalisti með 42 spurningum og voru spurningarnar síðan þáttaðar í fyrirfram skilgreinda þætti. Notast var meðal annars við aðferðafræði sem nefnist Technology acceptance modeling (TAM) sem skoðar einna helst þættina skynjaður einfaldleiki í notkun og skynjað notagildi. TAM er aðferðafræði sem lengi hefur verið notuð til að skoða upptöku neytenda á ýmiskonar tækninýjungum og hefur sannað gildi sitt hvað varðar ætlaða notkun neytenda á tækni. Aðrir þættir voru einnig skoðaðir og má þar helst nefna skynjað traust til öryggismála, traust til viðskiptabanka, traust til tæknimála og ýmsa aðra þætti er varða öryggismál og persónuvernd.
  Við tölfræðivinnslu á niðurstöðum var notast við Structural equation modeling til að greina og sýna fram á tengsl milli þeirra þátta sem skoðaðir voru. Einnig voru framkvæmdar ANOVA og t-prófanir á gögnunum.
  Helstu niðurstöður rannsóknarinnar sýna að þeir þættir sem einna helsta hafa bein áhrif á notkun tækninnar voru skynjað notagildi og samrýmanleiki. Með öðrum orðum það hvort notendur skynji að tæknin hafi eitthvað notagildi og einfaldi þeim vinnu og hvort notendur upplifi að notkun snjallsíma i bankaviðskiptum sé í samræmi við þeirra lífsstíl að eigin mati. Skynjaður einfaldleiki í notkun þátturinn hafði ekki bein áhrif á það hvort notendur nýttu sér tæknina en hafði hins vegar jákvæð áhrif á skynjað notagildi og þar með óbein jákvæð áhrif á notkunina.
  Þegar skoðuð eru nánar svör þátttakenda sem sögðust aldrei nota tæknina eða mjög sjaldan kemur í ljós að þeir höfðu ekki áhyggjur af því að geta ekki lært á tæknina eða tileinkað sér notkun hennar heldur voru það áhyggjur tengdar öryggismálum sem virtust helst koma í veg fyrir notkunina. Hlutfall þeirra sem hafa, sem dæmi, áhyggjur af því að óprúttnir aðilar komist yfir lykilorð notenda og komist þannig inn á bankareikning viðkomandi var þannig hærra hjá þeim sem aldrei eða sjaldan notuðu tæknina heldur en þeim sem notuðu snjallsíma í bankaviðskiptum oftar.

Samþykkt: 
 • 31.8.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22617


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir ætlaðrar notkunar snjallsíma í bankaviðskiptum -BHMV - BSc.pdf606.33 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna