is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22618

Titill: 
  • Viðhorf til viðskiptavildar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðskiptavild hefur mikið verið í umræðunni síðastliðin ár í tengslum við lausafjárkrísu íslensku bankanna síðari hluta árs 2008. Hefur gætt misskilnings í umræðunni, þar sem ekki eru allir með það á hreinu hvernig viðskiptavild myndast í bókhaldi fyrirtækja. Einnig telja rannsakendur að viðskipavild hafi beðið töluverðan álitshnekki í þjóðfélagsumræðunni undanfarið, þar sem hún hafði aukist umtalsvert á mjög stuttum tíma í aðdraganda lausafjárkrísunnar. Lausafjárkrísu bankanna töldu margir að hægt væri að rekja til uppblásinna eignareikninga fyrirtækja af völdum viðskiptavildar, sem bankarnir lánuðu svo
    út á. Þessar eignir reyndust síðan verðlausar þegar rekstur fyrirtækjanna stóð ekki undir skuldsetningunni. Áhugavert er að skoða hvort munur sé á viðhorfi þeirra sem við viðskiptavild fást í sínu starfi, þá er aðallega litið til endurskoðenda sem fást við ársreikninga fyrirtækja og fjármálastjóra stærstu fyrirtækjanna á Íslandi.
    Rannsóknin leiddi í ljós að munur var á viðhorfum þeirra tveggja hópa sem rannsóknin náði til. Viðhorfum til viðskiptavildar almennt, núverandi reikningsskilalegra meðferða
    viðskiptavildar og breytinga þar á. Breytingarnar voru sumar hverjar eingöngu smávægilegar miðað við núverandi fyrirkomulag á reikningsskilalegri meðferð viðskiptavildar meðan aðrar
    voru heldur róttækari í framsetningu.
    Leiða má líkur að því að viðhorf stjórnenda, sem þurfa að svara til hluthafa og almennings, gæti litast meira af þjóðfélagsumræðunni og almennu viðhorfi til viðskiptavildar heldur en endurskoðenda. Þar sem endurskoðendur eru opinberir eftirlitsaðilar og sérfræðingar, sem taka út ársreikninga, meðal annars með tilliti til fylgni stjórnenda við ársreikningalög og alþjóðlega reikningsskilastaðla í reikningsskilum. Þess vegna ætti viðhorf endurskoðenda að
    vera hlutlægara í garð viðskiptavildar heldur en viðhorf stjórnenda.

Samþykkt: 
  • 31.8.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22618


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð_oskar_thor.pdf1.95 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna