Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22622
Alþjóðlegir reikningsskilastaðlar eða IFRS hafa verið að ryðja sér til rúms í heiminum og leysa af innlend lög og reikningsskilavenjur til að gera reikningsskil milli landa sambærilegri. Ísland er þar engin undantekning og hafa nokkur fyrirtæki hér á landi tekið upp IFRS. Þegar IFRS er tekið í notkun breytast matsaðferðir sem fyrirtæki hafa áður notað og þar með stærðir í reikningsskilum þeirra. Þegar áhrif IFRS á reikningsskil eru greind getur verið gott að notast við kennitölur þar sem þær draga saman helstu stærðir og leiðrétta fyrir stærðarmun ásamt því að vera notaðar af ýmsum aðilum í greiningu á fyrirtækjum. Í þessari ritgerð voru áhrif IFRS á kennitölur tíu íslenskra fyrirtækja skoðuð þar sem þær voru reiknaðar úr ársreikningum fyrirtækja árið áður en þau tóku IFRS upp. Níu kennitölur voru reiknaðar úr reikningsskilum sem gerð voru í samræmi við ársreikningalög og IFRS. Niðurstöðurnar bentu til að upptaka IFRS hefði vissulega áhrif á kennitölur en ekki var hægt að sjá neina afgerandi breytingu í hvora átt nema þá helst á arðsemishlutföll sem virtust almennt hækka
Filename | Size | Visibility | Description | Format | |
---|---|---|---|---|---|
B.Sc Arnar Leó Guðnason.pdf | 792.12 kB | Open | Heildartexti | View/Open |