is Íslenska en English

Lokaverkefni Háskólinn í Reykjavík > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22626

Titill: 
 • Skortsala á Íslandi
Leiðbeinandi: 
Skilað: 
 • Júní 2015
Útdráttur: 
 • Ritgerð þessi fjallar um skortsölu, stöðu hennar og umfang á íslenskum hlutabréfamarkaði.
  Skortsala hlutabréfa þykir sjálfsagður og nauðsynlegur hluti af fjármálamörkuðum um allan heim, kostir skortsölu eru margir en hún hefur einnig sína galla. Skortsala er stunduð á Íslandi en lítið af upplýsingum liggja fyrir um hana.
  Rannsóknarspurning þessarar ritgerðar er: Hvers vegna er ekki virkur skortsölumarkaður á Íslandi?
  Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að lífeyrissjóðum þarf að vera heimilt lögum samkvæmt að lána hlutabréf til skortsölu svo að skilvirkur skortsölumarkaður með hlutabréf myndist. Einnig er mikilvægt að Alþingi innleiði reglugerð Evrópusambandsins um skortsölu, sem frestað var á vetrar- og vorþingi Alþingis 2015. Sumir viðmælendur voru einnig hliðhollir því að taka upp svokallaða upptikk-reglu um skortsölu sem er við lýði í Bandaríkjunum.

Samþykkt: 
 • 1.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22626


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Skortsala á Íslandi.pdf636.49 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna