is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild (og BSc sálfræði -2019) / Department of Business Administration >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22629

Titill: 
  • Áhrifaþættir og kaupáform í netverslun
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Netverslun á Íslandi hefur verið heldur minni í samanburði við nágrannalöndin en hefur þó vaxið hratt síðustu fjögur ár. Markmið þessarar ritgerðar var að skoða hvernig netverslun á fatnaði og skóm væri háttað meðal þátttakenda í þessari rannsókn. Hvað það var sem hvatti til þess að fólk keypti á netinu, hvaða eiginleikar vefsíðu og þjónustu mátu þátttakendur mest og hvað hafði áhrif á kaupákvörðun þeirra.
    Spurningakönnunin var birt rafrænt á samfélagsmiðlinum Facebook og voru þátttakendur 281, þar af 83% konur og 17% karlar.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að flestir sögðust panta frá erlendum netverslunum. Ákveðnir þættir í hönnun vefsíðu eins og upplýsingar um eiginleika vöru, fyrirkomulag pantana, afhendingartíma og gott leiðsagnarkerfi voru þeir þættir sem þátttakendur mátu hvað mikilvægasta. Þá var fólk almennt jákvætt gagnvart netklúbbum og tölvupóstum frá fyrirtækjum sem það var í viðskiptum við. Einnig kom í ljós að það skipti þátttakendur miklu máli að pantanir á netinu væru með rekjanleika og að ef þyrfti að skila vöru þá væri hægt að fá hana endurgreidda. Þá var mikilvægt að síðan væri vottuð með öryggisauðkenni.

Samþykkt: 
  • 1.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22629


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Áhrifaþættir og kaupáform í netverslun.pdf628.47 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna