Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/2263
Í þessu riti er þingstjórnarkenningin um lýðræði skoðuð og sérstök áhersla lögð á hvort sú vinna sem á bakvið ráðningar/skipanir í stjórnsýslunni sé í samræmi við hana. Kenningin gerir ráð fyrir að almenningur framselji valdi sínu til þingmanna og á vald þetta að ná í gegnum þá keðju sem þingstjórnarkenningin gerir ráð fyrir, alveg til þeirra opinberu starfsmanna sem í stjórnsýslunni starfa. Í öfuga átt gengur síðan ábyrgðarkeðjan. Þingstjórnarkenningin er gagnlegt leiðarljós að lýðræðislegri stjórnskipan, en til þess að hún fái að njóta sín þurfa allir hlekkir hennar að vera traustir. Niðurstaðan er sú að þrátt fyrir að til séu ýmis lög og reglugerðir er eiga að þrengja að þeim er með ráðningarvald fara, eru ýmis dæmi um að ekki sé ávallt staðið faglega að ráðningum við stjórnsýslu hins opinbera.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Hallo_fixed.pdf | 350.38 kB | Lokaður | Heildartexti |