Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: https://hdl.handle.net/1946/22632
Rannsókn þessi var gerð til að kanna viðhorf almennings og fagfjárfesta til rekstrarfélaga og sjóða þeirra. Einnig vildu höfundar komast að því hvort þyrfti mismunandi áherslur í markaðsefni fyrir almenning og fagfjárfesta. Lagðar voru fyrir tvær kannanir. Fyrri könnunin var ætluð almenningi og snéri að fjárfestingaráformum einstaklinga og þekkingu á verðbréfamarkaði. Í henni voru spurningar sem snéru að viðhorfi þátttakenda, trausti, þekkingu og áhættuvilja bornar saman við bakgrunnsbreyturnar kyn, aldur, menntunarstig, húsnæðisaðstæður og tekjur. Seinni könnunin var ætluð fagfjárfestum og var send á valinn hóp. Í þeirri könnun voru spurningar sem snéru að viðhorfi þátttakenda, trausti, upphæð fjárfestinga og vali á eignastýringaraðilum bornar saman við bakgrunnsbreyturnar kyn, aldur og menntunarstig.
Niðurstöður sýndu að meirihluti almennra þátttakenda hafði ekki myndað sér skoðun á viðhorfi til rekstrarfélaga og sjóða. Þegar kemur að þekkingu á verðbréfamarkaði töldu þeir sem höfðu lokið hærra menntunarstigi, sem og þeir tekjuhærri, sig hafa meiri þekkingu en hinir. Þegar borin voru saman svör karla og kvenna eru karlar almennt viljugri til að taka meiri áhættu og bera almennt meira traust til sjóða. Þá töldu karlar sig hafa meiri þekkingu á verðbréfamarkaði en konur. Í niðurstöðum fagfjárfesta kom í ljós að almennt treysta þeir sjóðum rekstrarfélaga. Bakgrunnsbreyturnar höfðu ekki áhrif á viðhorf og virðast fagfjárfestar almennt horfa til starfsfólks og trausts þegar kemur að vali á eignastýringaraðilum.
Skráarnafn | Stærð | Aðgangur | Lýsing | Skráartegund | |
---|---|---|---|---|---|
Skilaeintak! pdf.pdf | 759.78 kB | Opinn | Heildartexti | Skoða/Opna |