is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn í Reykjavík > Samfélagssvið / School of Social Sciences > BSc Viðskiptadeild / Business Department >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22633

Titill: 
  • Misbeiting valds gagnvart erlendu starfsfólki
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er rannsókn á misbeitingu valds gagnvart erlendu starfsfólki á Íslandi. Verkefnið skiptist í átta hluta, þar sem fyrstu fimm hlutar eru fræðikaflar. Þar eru útskýrðir ýmsir þættir sem viðkoma valdi, misbeitingu valds og mismunun. Einnig er í fræðikaflanum fjallað um viðhorf og menningarvíddir Hofstede. Fjallað er um erlent starfsfólk á Íslandi og hverjir teljast sem slíkir, auk réttinda þeirra eins og atvinnuréttindi og dvalarréttindi.
    Síðustu þrír kaflarnir fjalla um rannsóknina sem byggist á eigindlegri rannsóknaraðferð en rannsóknarspurningin hljómar svona : Fyrirfinnst misbeiting valds gagnvart erlendu starfsfólki á Íslandi. Tekið var viðtal við sjö erlenda starfsmenn á Íslandi og var dregin niðurstaða út frá svörum þátttakenda. Þátttakendur komu frá mismunandi þjóðernum sem voru innan Evrópska Efnahagssvæðisins.
    Niðurstöðukaflinn skiptist í nokkra hluta sem byggjast á spurningum sem voru lagðar fram í viðtölunum. Helstu niðurstöður fjölluðu um hvort menntun erlends starfsfólks sé í samræmi við starf, hvort laun, vinnu- og hvíldartími sé í samræmi við kjarasamning og hvort um mismunun sé að ræða á vinnustað. Einnig var fjallað um hvort og hvernig erlent starfsfólk leitar réttar síns. Niðurstaðan er ekki byggð á staðreyndum heldur sjónarmiðum og skoðunum þátttakenda í rannsókninni. Niðurstöður benda meðal annars til þess að nauðsynlegt sé að rannsaka frekar misbeitingu valds gagnvart erlendu starfsfólki á Íslandi. Aðrar niðurstöður vegna annarra spurninga rannsóknarinnar eru ræddar, þar á meðal um reglur sem banna erlendu starfsfólki að tala móðurtungumál sitt og mál sem snúa að því að skrifa undir samninga af ýmsum togum. Í umræðukaflanum verður fjallað um áhugaverð málefni eins og hvað gera mætti til að koma í veg fyrir misbeitingu valds og hver ástæðan var fyrir því að einhverjir einstaklingar neituðu að taka þátt í rannsókninni.

Samþykkt: 
  • 1.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22633


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS Ritgerðin PDF.pdf483.48 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna