is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22634

Titill: 
 • „Óðar smiður þó annar fyrr, undan hafi hér gengið.“ Grettisrímur frá 15., 17. og 19. öld
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Í þessari rannsókn eru þrjár gerðir af rímum af Gretti sterka rannsakaðar. Rímnagerðirnar eru frá 15., 17. og 19. öld.
  Elsta ríman er ort af ónafngreindum höfundi og finnst í Kollsbók, elsta rímnahandriti sem varðveist hefur og er nú geymt í Wolfenbüttel-bókasafninu. Rímurnar frá 17. öld eru ortar af Kolbeini Grímssyni Jöklaraskáldi. Heimildir um þann mann eru af skornum skammti, en nafn hans kemur fyrir í þjóðsögum Jóns Árnasonar, þar sem finna má frásögn af Kolbeini og kölska að kveðast á. Þriðja og yngsta rímnagerðin er eftir Magnús Jónsson, sem gjarnan var kallaður Magnús í Magnússkógum. Magnús var mikilvirkt rímnaskáld á fyrri hluta 19. aldar.
  Hér er sú aðferð notuð að taka fyrstu fimm rímur hverrar rímnagerðar um sig og skoða hversu vel skáldunum miðar við að segja söguna af Gretti Ásmundarsyni. Bragarháttur hverrar rímu er greindur. Kenningar og heiti úr hverri rímnagerð fyrir sig eru tekin saman og gerð lausleg athugun á hversu mikið er af flóknum, óskiljanlegum eða bjöguðum kenningum. Nafnorðsaukningar úr hverri gerð eru einnig dregnar fram. Í ritgerðinni er gerð stutt mállýsing fyrir hverja rímnagerð, auk þess sem efnistök hinna mismunandi höfunda eru gaumgæfð. Mansöngvar hvers skálds eru skoðaðir auk þess sem kannað er hvernig málshættir og dróttkvæðar vísur Grettis sögu Ásmundarsonar skila sér inn í rímurnar.
  Markmiðið með samanburði á rímnagerðunum þremur er að koma auga á hvort og þá hvernig hvert og eitt skáld ljær sögunni sem rímurnar eiga að segja sinn persónulega blæ með þeim ákvörðunum sem teknar eru á meðan á sköpunarferlinu stendur. Með þessari aðferð ætti að vera unnt að sjá bæði þróun og stöðnun rímnahefðarinnar, auk þess að fá tilfinningu fyrir þeim tíðaranda sem einkenndi þessar þrjár ólíku aldir.

Athugasemdir: 
 • Í lokaverkefni eru uppskriftir úr tveimur handritum sem ekki hafa verið skrifuð upp stafrétt fyrr svo vitað sé: AM 611 d 4to og Lbs 369 4to.
Samþykkt: 
 • 1.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22634


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Óðar smiður þó annar fyrr MA prent.pdf4.07 MBOpinnMeginmálPDFSkoða/Opna
hi_kapa_sep15_final.pdf161.88 kBOpinnKápaPDFSkoða/Opna
ritgerdir_titilsida-1.pdf53.37 kBOpinnTitilsíðaPDFSkoða/Opna