is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22636

Titill: 
 • Á slóðum helfararinnar. Reynsla og lærdómur nemenda af vettvangsferðum
Námsstig: 
 • Meistara
Útdráttur: 
 • Frá árinu 2006 hefur verið kenndur valáfangi í sögu í Verzlunarskóla Íslands sem ber nafnið „Á slóðum helfararinnar“ og fjallar um helförina og sögusvið hennar. Mikilvægur þáttur áfangans er vettvangsferð sem farin er árlega til Póllands til þess að skoða Auschwitz-Birkenau minningarreitinn.
  Helsta markmið rannsóknarinnar, sem ritgerð þessi lýsir, er að svara því hvaða lærdóm nemendur drógu af ferðinni til Auschwitz-Birkenau og hvert þeir telja gildi hennar vera. Í framhaldi af því er lagt mat í gagnsemi vettvangsferða almennt í námi og kennslu. Loks er því svarað hvaða lærdóm nemendur drógu af því að sitja áfangann „Á slóðum helfararinnar“ og hverju ferðin bætti þar við.
  Rannsóknin sem hér er kynnt er með eigindlegu sniði og byggist á viðtölum við 16 nemendur sem fóru til Auschwitz-Birkenau vorið 2015. Í viðtölunum voru ljósmyndir, sem þátttakendur sjálfir tóku á ferð sinni í gegnum búðirnar, lagðar til grundvallar og stýrðust viðtölin að miklu leyti af þeim. Ber rannsóknin því mörg einkenni svonefndra samvinnu-rannsókna þar sem rödd þátttakenda í ferlinu vegur óvenju þungt. Svonefndri þemagreiningu var síðan beitt til að greina efni viðtalanna. Einnig er hér stuðst við kenningar Johns Dewey og fleiri um reynslunám en ferð sem þessi flokkast undir þá grein menntavísinda.
  Niðurstöður rannsóknarinnar sýna ótvírætt að þátttakendum þótti mikill lærdómur í því fólginn að koma til Auschwitz-Birkenau. Á staðnum á sér stað samspil efnislegra hluta, rýmis og tilfinninga sem skilar sér í reynslu og lærdómi sem útilokað er að öðlast í kennslustofu. Þó er ljóst að kennslustofan gegnir mikilvægu hlutverki til að dýpka lærdóminn um helförina og vinna úr reynslu nemenda eftir ferðina. Benda niðurstöður einnig til þess að vettvangsferðir geti verið mjög gagnlegt tæki í námi og kennslu.
  Þátttakendum þótti einnig bæði áhugavert og gagnlegt að læra um helförina sjálfa. Tengdu þeir lærdóm um hana við þætti eins og fordóma, mikilvægi þess tileinka sér gagnrýna afstöðu til sögu og samtíðar í því skyni að forða því að slíkir atburðir endurtaki sig. Benda niðurstöður rannsóknarinnar til þess að nám um helförina geti verið liður í kennslu um lýðræði, jafnrétti og mannréttindi en allir þessir þættir eiga skv. aðalnámskrá framhaldsskóla frá 2011 að fléttast inn í allt skólastarf.
  Lykilorð: Sögukennsla, vettangsnám, reynslunám, helförin

 • Útdráttur er á ensku

  Since 2006 an elective course that bears the name „On the site of the Holocaust“ has been taught at the Commercial College of Iceland. The topic of the course is the Holocaust itself and its historical setting. A key part of the course is an annual trip to the Auschwitz-Birkenau Memorial Site in Poland.
  Until now, no research has been done on the aforementioned course and the trip respectively. The main goal of this work is therefore to answer the question what it is that students both learn and experience by visiting the Auschwitz-Birkenau Memorial Site. The research also focuses on the educational value of school trips in general. Finally it seeks answer to the question what it is that students learnt by attending the course „On the site of the Holocaust“ and what the trip added to that.
  The qualitative research which is presented here is made with the cooperation of 16 students who visited the Memorial Site in the spring of 2015. The method used is called photo elicitation which means that photographs were used, which in this case were taken by the participants themselves, when interviewing them about their experiences of visiting Auschwitz-Birkenau. The course of each interview was therefore heavily affected by the choices of photographs made by the participants and the research itself thus took on a form similar to participatory research. Thematic analysis was then used to analyse the contents of the interviews and theories by John Dewey et al. about experiential education were used to support the conclusions.
  The conclusions clearly show that the journey to Auschwitz-Birkenau was very meaningful in the eyes of the students. The emotions experienced, the things on display and the space itself together create an experience that is impossible to replicate in the classroom. It however still has big role to play both in deepening the students‘ knowledge about these events and also in reflecting on their experiences afterwards. These results also show how useful a tool in education school trips in general can be.
  Participants also found the study of the Holocaust to be important. They made clear connections between these events and societal problems such as discrimination and a lack of critical thought. This seems to indicate that a study of the Holocaust can play a useful part in education about such concepts as democracy, equal rights and human rights which are all deemed to be among the six tenets of eduation by the Icelandic Ministry of Education.

Samþykkt: 
 • 2.9.2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22636


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
A_slodum_helfararinnar.pdf2.38 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna