is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22637

Titill: 
  • Beiting dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson. Starfendarannsókn
  • Titill er á ensku Hypnosis methods of Milton H. Erickson used in couples therapy
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Víða um heim hefur áhugi aukist hjá meðferðaraðilum og almenningi á dáleiðslu í kjölfar rannsókna og umræðna sem sýna vaxandi árangur sem náðst hefur með klínískri dáleiðslu. Dáleiðsla hefur nýst vel sem aðferð í meðferð við lausn á ýmsum vandamálum, bæði sálrænum og sállíkamlegum. Markmiðið með þessari starfendarannsókn er að sýna hvernig rannsakandi upplifir að beita dáleiðslu í parameðferð út frá hugmyndafræði Miltons H. Erickson með pörum sem eiga í samskiptavanda. Einnig skoðaði ransakandi sína eigin upplifun af því að tileinka sér dáleiðslu sem nýja aðferð í parameðferð. Rannsóknin byggist á ígrundun og sjálfsrýni í rannsóknargögn út frá fræðiramma. Meðal annars var skoðað hvernig ómeðvitaður dáleiðandi dans fór á stað í samskiptum milli einstaklinganna í parasamböndunum, dans sem getur verið jákvæður eða neikvæður, allt eftir í hvaða samhengi dansinn myndast. Þrjú pör tóku þátt í rannsókninni og mætti hvert par í fimm meðferðarviðtöl þar sem dáleiðsla var hluti af meðferðinni. Öll viðtölin voru tekin upp á myndband, auk þess sem rannsakandinn hélt dagbók um rannsóknina. Meðferðin reyndist fyrst og fremst snúast um þrjú meginþemu, tengsl, dáleiðslu og ábyrgð. Í niðurstöðum rannsóknarinnar er gerð grein fyrir því lærdómsferli sem rannsakandi upplifði við að tileinka sér dáleiðsluaðferð Erickson. Niðurstöður rannsóknarinnar veita rannsakandanum og mögulega öðrum þeim sem kynna sér rannsóknina, mikilvæga innsýn í þessa aðferð sem þátt í parameðferð. Einnig kom fram í eftirfylgni í niðurstöðum rannsóknarinnar að öll pörin þrjú virtust hafa fengið lausn á samskiptavanda sínum og upplifðu dáleiðsluna sem jákvæðan og mikilvægan þátt í meðferðinni.

  • Útdráttur er á ensku

    Widely abroad there has been increased interest in hypnosis and studies have been conducted, showing increased success in the use of clinical hypnosis. The interest on the matter has been expanding amongst therapists and the public. Hypnosis has shown to be a successful method as a solution to various problems, both emotional and psychosomatic. The purpose of this action research is to show how the researcher experiences the use of hypnosis in couples therapy, using the methods of Milton H. Erickson on the matter of couples with communication problems. The researcher also looked at her own experience in the process of using hypnosis as a new method in couples therapy. The research is based on meditative perspective and introspection, but was conducted in an academic framework. Among other things it was examined how unconscious hypnotic dance began between the couples, dance that can be positive or negative, depending on in which context the dance began. Three couples participated in the study. Each of the couples attended five treatment interviews where hypnosis was part of the treatment. The interviews were all videotaped and the researcher held a diary while working on the study. The therapy came to be aimed at three main themes: relations, hypnosis and responsibility. The conclusion of the research exhibits the learning process which the researcher experienced, by implementing the hypnosis method of Erickson in the interviews. These conclusions give the researcher, and possibly others who read this text, an important insight into this method as a part of couples therapy. In follow up interviews with the couples, the results showed that all of the couples who participated seemed to acquire a solution to their communication problems and experienced the hypnosis as a positive and important part of therapy.

Samþykkt: 
  • 2.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22637


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA 31.8. loka.pdf1.3 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna