en English is Íslenska

Thesis Reykjavík University > Viðskiptadeild > BSc verkefni >

Please use this identifier to cite or link to this item: http://hdl.handle.net/1946/22639

Title: 
 • is Hver er ímynd HB Granda í augum íslensks almennings?
Submitted: 
 • May 2015
Abstract: 
 • is

  Sjávarútvegur er ein af þremur undirstöðu atvinnugreinum Íslands. Innan greinarinnar starfa mörg af stærri fyrirtækjum landsins, sem sérhæfa sig í veiðum og vinnslu sjávarafurða. Sjávarútvegur hefur verið umdeildur um marga ára skeið, sem er hægt að rekja til laga um stjórn fiskveiða.
  HB Grandi er stærsti handhafi veiðiheimilda á Íslandi og hjá fyrirtækinu starfa um 950 manns til sjós og lands. Fyrirtækið leggur áherslu á virðingu fyrir umhverfi og lífríki sjávar ásamt því að starfsemi félagsins endurspegli samfélagslega ábyrgð í rekstri.
  Í verkefninu er lögð áhersla á að gefa greinargóða mynd af starfsemi og starfsumhverfi HB Granda með það fyrir augum að draga fram þá áhrifaþætti sem geta ráðið ímynd almennings á fyrirtækinu.
  Framkvæmd var rannsókn sem unnin var úr gögnum frá stjórnendum HB Granda og almenningi. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig ímynd HB Granda er í augum íslensks almennings. Stuðst var við fræðileg hugtök í markaðsfræði og viðskiptasiðfræði.
  Höfundar settu fram þrjár tilgátur:
  H1: Fólk með háskólamenntun er jákvæðara í garð HB Granda en fólk án háskólamenntunar.

  H2: Þeir einstaklingar sem hafa keypt hlutabréf í HB Granda eru jákvæðari í garð HB Granda heldur en fólk sem hefur ekki keypt hlutabréf í fyrirtækinu.

  H3: Það er fylgni á milli staðhæfingarinnar ,,Ég ber mikla virðingu fyrir HB Granda.” og spurningarinnar ,,Hversu neikvæð/ur eða jákvæð/ur ertu gagnvart HB Granda?”.

Accepted: 
 • Sep 2, 2015
URI: 
 • http://hdl.handle.net/1946/22639


Files in This Item:
Filename Size VisibilityDescriptionFormat 
B.Sc. HB Grandi, Sæunn og Hafþór.pdf2.04 MBLocked Until...2022/05/15HeildartextiPDF