is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2264

Titill: 
  • Trommusettið. Þróun, innflutningur og samband trommara við hljóðfærið sitt.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Trommusettið hefur þróast frá því að vera nokkur slagverkshljóðfæri sem nokkrir slagverksleikarar spiluðu á, yfir í að vera samansafn af slagverkshljóðfærum sem einungis einn maður leikur á. Talsverð þróun hefur átt sér stað í gerð trommusetta en þó er grunnhugmyndin sú sama; skinn er strekkt yfir sívalningslaga skel sem haldið er á sínum stað með gjörð sem fer yfir skinnið. Árið 1947 fengu slagverkshljóðfæri sitt eigið tollnúmer og hefur innflutningur á þeim verið misjafn eftir árum. Hvað veldur því? Ýmislegt kemur til greina t.d. tíðarandinn og tíska. Kannski kveikja vinsælar hljómsveitir í verðandi trommurum, ef til vill helst þetta í hendur við innflutning á tónlistarefni eða kannski ráða tekjur heimilanna einfaldlega mestu.
    Reynt verður, með viðtölum, að varpa ljósi á hvernig trommuleikarar breyta fjöldaframleiddri iðnaðarvöru í persónulega muni. Það er frekar einfalt að gera trommusett að persónulegu hljóðfæri því fjöldi þeirra slagverkshljóðfæra sem hægt er að safna saman í eitt trommusett er mjög mikill og því er nóg að trommarinn sanki að sér og setji upp þau hljóðfæri sem hann vill spila á og sem henta hans spilamennsku, og þar með eru góðar líkur á að settið hans sé einstakt.

Samþykkt: 
  • 25.4.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2264


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_fixed.pdf1.67 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna