is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Menntavísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Menntavísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/22643

Titill: 
  • Fíknin sterkari en kærleikurinn : lífssaga Almars Sigurjónssonar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerð þessi byggist á lífssögu ungs manns og þá leið sem hann valdi sér, hvernig hann kynntist áfenginu sem leiddi hann lengra í áttina að hörðum efnum. Lífssagan fjallar um viðmælanda minn, Almar Sigurjónsson, sem var greindur með geðklofa í kjölfar dóms. Saga hans er mjög áhugaverð og líf Almars hefur verið annað en auðveld og ákvarðanir hans hafa oftar en ekki veitt honum klefa á Litla-Hrauni. Markmið sögunnar er að segja frá upplifun viðmælanda míns á lífi sínu, aðstæðum, draga fram betri sýn á heim afbrotamanna og fordóma gagnvart þeim af hálfu samfélagsins.
    Mannréttindi eru lög sem gilda fyrir alla, í þessari ritgerð kem ég inn á það hvað mannréttindin bjóða uppá og hvort Almar hafi notið góðs af þeim þrátt fyrir sífellt afbrot. Fannst honum vera brotið á sér eða hefur hann ekki gefið sér tíma til þess að velta því fyrir sér?
    Niðurstöður gefa til kynna að líf Almars hefur mótast af þeim valkostum sem hann tók á sínum yngri árum. Fordómar spretta upp einnig þegar einstaklingurinn er undir lög aldri og hefur verið litið á viðkomandi sem forhertan glæpamann af lögreglunni, úrræðin eru ekki til staðar sem veitir þessum hópi einstaklinga aðstoð við að koma lífinu á réttan kjöl. Úrræðaleysið á Íslandi kemur í veg fyrir að afbrotamenn með greiningu sem eiga við vímuefnavanda að stríða fara aftur á braut glæpa þar sem það er ekkert umhverfi sem tekur við þeim og veitir þeim þá aðstoð sem þarf. Almar lítur á að hann hefði ekki kosið meiri aðstoð þegar hann var ungur, hann hefur ekki verið ósáttur hvernig hann fór í gegnum lífið þó svo að hann horfi stundum til baka og telur margar ákvarðanir hafa verið sorglegar. Sagan sýnir okkur að oft þarf bara eitt skipti, einn sopa sem veldur því að fíknin tekur völdin. Úrræðin hér á landi eru mjög takmörkuð og viðeigandi úrræði fyrir afbrotamenn með greiningu er ódýrari kostur en að fara aftur í fangelsi. Við ákveðum sjálf hvernig við viljum lifa lífinu og kærleikurinn getur átt stóran þátt í því hvernig við veljum en eins og saga Almars sýnir okkur þá getur fíknin verið mun sterkari.

Samþykkt: 
  • 2.9.2015
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/22643


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Fíknin sterkari en kærleikurinn-1.pdf711.03 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna